Suddi

C90B8938-13CB-4544-9E9E-38022362F9AD

Hvort sem þið trúið því eða ekki, finnst mér gaman að vera úti í sudda. Fór að hugsa um þetta í dag, þegar ég var að hjóla mér til skemmtunar og heilsubótar. Það var suddi, ef ekki suddarigning. Það var angan í lofti og fuglarnir sungu. Jörðin angar aldrei meir eða betur en í votviðri, það skil ég. En hvers vegna syngja fuglarnir mest þá?k

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan ég var barn. Það er langur tími. Þá, á vorin, kom oft í minn hlut að gæta ánna um sauðburðinn, en þá var fé ekki látið bera á húsum eins og nú tíðkast. Ærnar gengu frjálsar í haganum.  Þar var mikið birkikjarr og ærnar sóttu í nýgresið í buskunum. Þar var líka kjörlendi fugla. Fyrir austan var kjarri kallað buskar.

Í dag var loftið tært, fullt af af angan og söng. Já og fullt sudda. 

Veit einhver af hverju fuglarnir syngja og mest þegar vott er á?

Myndina tók pistlahöfundur.

Eftur á hugsun

Það hefði þurft að mála brýrnar, appelsínuguli liturinn er farinn að dofna. En þessar brýr eru einstaklega fallegar. 

 


Bloggfærslur 15. maí 2019

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 187197

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband