Gráskinna; Arngrímur Vidalín

A7E9D84C-11D1-4CA1-B05B-01E1186F9FEB

Gráskinna

Mér finnst erfitt að skrifa um þessa bók. Ég sit uppi með tilfinningu um að ég hafi ekki almennilega skilið hana. Hún er þó  ekki löng og virðist ekki ekki vera flókin. Bókin er sett saman úr mislöngum köflum sem eru hver um sig afar skýrt dregnir eins og myndir. Kannski er mynd ekki rétta orðið því hver og einn þessara kafla lýsir andrúmslofti, mér finnst ég skynja hitastig, aðallega kulda, lykt, já og líðan.

Aðalpersóna bókarinnar er ungur guðfræðinemi, Jóhannes. Skólaganga hans hefur verið sigurgana, auk þess er hann vinsæll og á stöndugan föður. Hann missti móður sína þegar hann var barn en fjölskylduvinir reyna að bæta honum það upp. Á námsárum sínum á Íslandi á hann í stuttu ástarsambandi við Söru.  Lífið hefur ekki leikið við Söru. Hún kemur frá brotnu heimili og hún þarf sjálf að sjá fyrir sér og vinna með námi og styðja við móður sína sem er orðin   ósjálfbjarga. Þrátt fyrir velgengni Jóhannesar hefur honum aldrei liðið vel. Hann hefur stöðug haft það á tilfinningunni að hann standist ekki væntingar föður síns. Kannski ætti ég að draga til baka fullyrðinguna að Jóhannes sé aðalpersóna sögunnar, kannski væri réttara að setja föðurinn í það hlutverk, illska hans nær út fyrir gröf og dauða og er jafn erfitt að fyrirkoma honum og Þórólfi bægifæti,forðum.  Jóhannes þráir að standast kröfur hans og eina leiðin sem hann sér til þess, er að vinna sig upp,  klifra upp metorðastiga háskólans.  Að lokum verður þetta algjör þráhyggja  um þetta snýst hugur hans í vöku sem og draumi. Og það sem verra er, að lokum skynjar hann ekki mun draums og veruleika. Eftir að sambandi Jóhannesar og Söru lauk, kynnist hann stóru ástinni í lífi sínu. Hann kynnist Tómasi. Þegar Tómas deyr, hann verður fyrir bíl, kennir Jóhannes  sjálfum sér um. Fræðimaðurinn Jóhannes veit að í  kenningum Lútherskunnar er gengið út frá kraftaverkum og upprisu. Í  drengjaleikjum sínum hafði hann hrifist af sögum um uppvakninga og galdra.Í hugarheimi sínum  þar sem mörk draums og veruleika eru orðin óskýr, gælir Jóhannes við að kalla Tómas aftur til lífsins .

En ég ætlaði ekki að reyna að endursegja söguþráðinn, heldur tala um það sem mér finnst merkilegast við lesturinn. Það er að þegar ég ætla að raða saman þessum skýru  og áhrifamiklu   myndunum, var er eins og púslið gengi ekki upp. Er eitthvað sem ég sé ekki, eða er ef til vill framhald og þess vegna „púsl“ afgangs sem tilheyra næstu bók? 

Og svo er það e.t.v. vitleysa að halda að allir hlutir tilheyri einu og sama rökfærslukerfi?

Sama dag og ég lauk við lestur Gráskinnu rakst  ég inn á  bókakynningu Þar var kynnt var bókin Fædros eftir Platon. Þar var fullyrt að bækur Platons væru fullar af þverstæðum. Mér létti.

Hvað sem Platon líður, fannst mér gaman að lesa Gráskinnu Arngríms. Hann hefur næmt auga og á auðvelt með að mála myndir með orðum.  

Myndin er af fíkjublaði og vísar ekki til textans 

 


Bloggfærslur 16. desember 2019

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 190990

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband