Með skör járntjaldsins: Jón B. Björnsson

23920759-9468-458C-85D4-5D7EA7C21FB5

Hjólað inn í nýtt ár.

Nú er ég búin að lesa tvær bækur um hjólaferðir, ég er líka búin að hjóla óvenjumikið sjálf enda hefur verið verið einstaklega gott til útivistar.

Bækurnar sem ég hef lesið eru báðar eftir Jón B. Björnsson og heita Rassfar í steini og Með skör járntjaldsins. Hún verður efni þessa  pistils. 

Jón fer þessa ferð í tveimur áföngum, fyrra árið (2003) hjólar hann frá Gdansk til Kraká og hið síðara (2004)frá   Kraká til Istambúl.Á milli ferða fékk hann hjólið og afaní-vagninn geymdan á skjalasafni Kráká-borgar. Sagan um þá samninga er dásamleg og minnir á að Jón var ekki ókunnugur stjórnsýslu.

Leiðin sem Jón valdi frá Gdansk og Istanbúll var nokkurn vegin sú sama og   hið dýrmæta raf var flutt á markað á miðöldum. Ástæðan fyrir nafni bókarinnar er að þessi leið, rafvegurinn, fellur að hluta til saman við hið ósýnilega járntjald sem síðar varð.  

Það er engin tilviljun að undirtitill bókarinnar er, Hugsað upphátt, því það lýsir vel þessu ferðalagi. Það er aldrei betra að hugsa en á hjóli, nema ef vera kynni fótgangandi. En það er sérstakt að skrá þetta hjá sér og það er það sem Jón gerir.

Hver kafli leiðarinnar  sem lagður  er að baki kallar á nýtt hugarástand og nýjar hugsanir.

Meðan Jón einbeitir sér að því að fylgjast með þessari 50 sentimetra breiðu rönd,  sem hver hjólreiðarmaður  hefur til umráða vinnur hugurinn óskiptur að      úrvinnslu á úr því sem hann hefur lært á ferð sinni og undirbúningi að því sem hann ætlar að skoða. Hugsanirnar eru óbundnar tíma og rúmi, það er því vandalaust að bregða sér á milli húnversks reynsluheims sem hann þekkir og til þess að skilja betur framandi heim.  Það er margt sem rekur á fjörur fundvíss ferðalangs. Sumir kaflarnir eru afrek út af fyrir sig, ég veit bara ekki hvort Jón ætti að fá orðu í bókmenntum, náttúruvísindum eða guðfræði. Einn af mínum uppáhaldsköflum ber yfirskriftina Hin nytsama iðja ánamaðkanna. Sú frásögn er þarft innlegg í vistfræðiumræðu og skiljanleg hverjum manni.

Ein lítil frásögn af safnaheimsókn leiddi mig yfir í nýja bók sem heitir Brúin á Drinu.  Af hverju var ég ekki búin að lesa hana? Hefur örugglega verið til heima. 

Eftir að hafa lesið bækur Jóns B. Björnssonar langar mig enn meira til að hjóla  og mér finnst mikilvægt að leggja hjólavegi samhliða hringveginum. Það er mikið hægt að hugsa á hringferð um Iceland. Hugsum til framtíðar. 

Nú er ég greinilega komin út fyrir efnið. Langar samt til að sá sem les þetta, skilji að það er ekki hægt að endursegja góða bók.  

Að lokum. Þetta er gamansöm alvara. Eða öfugt.

 


Bloggfærslur 6. janúar 2019

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 187351

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband