Bókin og myndin

C2BB7E5B-3A04-4A9C-8A2E-9C44096C3120 

Ég er ekki ein um að eiga í vandræðum við að staðsetja tenginguna á milli bókar og myndar, enda eru þessi tengsl margvísleg. Myndin er ekki sama og bókin, segja menn og halda að þar með sé málið afgreitt. Staðhæfingin sem slík er augljóslega  rétt en svarar ekki spurningunni um hvað vill kvikmyndagerðar maðurinn með einmitt þessa bók.   

Það er út af þessari pælingu sem ég dembdi mér í að lesa eða endurlesa bækur um leið og ég frétti af því, að það eigi að fara að sýna mynd sem er byggð á bók.

Þegar von var á Flateyjargátu í sjónvarpinu lagði ég dag við nótt við að endurlesa bókina. Ég sé ekki eftir því, bókin var enn betri en mig minnti. Fljótlega gerði ég mér þó grein fyrir því að það hafði verið gerð önnur saga fyrir sjónvarpsmyndina. Auðvitað sætti ég mig við það. Ef það hefði verið gerð  mynd eftir efni bókarinnar, sér í lagi ef vísanir í Flateyjarbók sjálfa hefðu fylgt, hefði sú mynd verið hrottaleg glæpasaga og alls ekkert til að horfa á í stofum landsmanna.

Það var betra að fá mynd um heimilisofbeldi og kvenfyrirlitningu.

Reyndar féll mér nýja sagan vel en það var eitthvað sem ekki gekk upp við að koma henni til skila.   

Úrvalsmynd frá Ítalíu

Sama sagan endurtók sig þegar til stóð að sýna sjónvarpsþætti, sem gerðir eru eftir bók ítalska rithöfundarins Elena Ferrante, Framúrskarandi vinkona. Ég hóf endurlestur bókanna sem eru fjórar. Bækur Ferrante líta á yfirborðinu út fyrir að vera einhvers konar „sápa“, en þarna er á ferðinni grípandi samfélagslýsing og grimm ádeila á spillingu og stéttaskiptingu. Sögumaður og aðalpersóna  Framúrskarandi vinkona er jafnaldra mín. Ósjálfrátt bar ég samfélagsþróunina  saman við það sem var að gerast hér á Íslandi. Það er undarlega margt líkt.  Í tilviki þáttanna sem gerðir eru eftir  Framúrskarandi vinkonu er greinilegt að myndhöfundur leitast við að fylgja efni bókarinnar eftir föngum. Það er gaman að sjá söguna lifna við. Þetta eru frábærir þættir.

Ófærð

Og svo eru myndir sem fylgja eigin sögu, handriti. Það á við um  Ófærð.  Ég er eins og  aðrir Íslendingar alltaf þakklát þegar ég fæ íslenskt efni. Ég er jákvæð. Ég veit að íslenskir leikarar geta leikið ef þeim er rétt stjórnað.  

Mér fannst gaman af fyrri seríunni, fannst hún lukkast, en nú hreinlega leiðist mér. Hélt  fyrst að um væri kenna aðför  myndarinnar að landafræðikunnáttu minni, en sá svo að vandinn er djúpstæðari.

Sagan er slæm. Öllu ægir saman og engu eru gerð nein skil. Listi um efnisþætti gæti verið þessi:

Græðgi

náttúruvernd

vandi sauðfjárbænda

ruglaðir unglingar

staða samkynhneigðra

útlendingahatur

og fleira og fleira

Þetta hljómar allt kunnuglega í eyrum en það örlar ekki á samfélagssýn höfunda. Hvað þá sannfæringu.

Og svo vantar ófærðina. En það var ófærðin sem hélt spennunni uppi fyrri seríunni.


Bloggfærslur 17. janúar 2019

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187346

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband