Jarðnæði 2: Rósa á Hraunum

 6963CBDB-CF56-416E-8A1A-EBFA5BE4ECBDÁrið 1930 fannst Sigurrós Gísladóttur, vinnukonu í Breiðdal nóg komið af vinnumennsku og ákvað að byggja bæ og vinna að sínu. Sigurrós, alltaf kölluð Rósa, var fædd 1875. Samkvæmt heimild minni, Sveitir og Jarðir í Múlaþingi III (1976), voru foreldrar hennar Sigurlaug Sigurðardóttir og Gísli Erlendsson. Faðir hennar var tvígiftur og eignaðist hana á milli kvenna (merkilegt orðalag).

Hún var sem sagt 55 ára  þegar hún hafði fengið nóg af því að vera annarra hjú. Hún fékk skika til að setja niður bæ sinn í inn og upp af Dísastöðum, þar sem hún hafði verið lengi í vist. Bærinn var með gamla laginu, tvílyftur, hlaðin tóft fyrir féð og þiljuð baðstofa uppi. Vallinkunnir handverksmenn komu að smíðinni. Einar Jónsson frá Kleifarstekk sá um hleðsluna og Hóseas í Höskuldsstaðaseli annaðist tréverkið.

Þetta er allt úr bókinni góðu, Sveitir og jarðir í Múlaþingi, en það sem á eftir fer er mitt eigið. Sem barni fannst mér eitthvað ævintýralegt við Rósu.  Í fyrsta lagi var hún með gullhringi í eyrunum, það var þá óþekkt,  í öðru lagi bjó hún ein og hafði aldrei átt mann. Seinna kom ég oft til hennar.Það sem mér fannst mest til um var garðurinn. Hann var ekki stór en þar komst margt fyrir. Fyrst tók maður eftir reyniviðarhríslunni, sem var jafn há bænum. Annað sem maður tók eftir, voru margvísleg villt blóm, sem hún hafði komið fyrir til skrauts. Og svo var náttúrlega kartöflugarður. Sagan sagði að hún vildi ekki hafa grösin há, því það slæfði vöxt kartaflanna og að  hún slægi ofan af þeim  til að þau yrðu ekki of há. Ekki veit ég um sannleiksgildi þessa.

Fallegustu blómin í garðinum hafði ég ekki séð (okkar bær stóð langt frá sjó), sem var blálilja, blóm sem hún hafði flutt utan frá Breiðdalsvík. Ekki veit ég hvort þetta blóm lifði lengi hjá henni því það þrífst einungis við sjó. En ég sá það, hreifst og lærði nafnið.

Það gekk sú saga að Rósa væri algjörlega laus við lofthræðslu og að hún klifraði upp þverhnípt klettabelti yst í Ásunnarstaðafelli,  til að fylgjast með hrafnshreiðri sem þar var. Það þótti merkilegt ekki síst vegna þess að þá tíðkaðist að steypa undan hröfnum. Og svo var þetta eiginlega ókleift.

Seinna kynntist ég Rósu vel af því ég var í vist hjá frænku minni sem var nágranni hennar og vön að hjálpa henni eftir því sem hún gat. Rósa var vön að nýta ýmislegt sem féll til í sláturhúsinu svo sem kinda lappir, vambir og fleira. Það kom í minn hlut að bera nýmetið upp að Hraunum en þangað var enginn bílvegur. Þetta sauð hún síðan og lagði í súrt og matreidd í á sína vísu.  

Rósa varð háöldru, dó 1965, og síðustu árin var hún hætt með búskap en hún bjó að sínu. 

Kveikjan að þessum skrifum var bók Oddnýjar Eirar, Jarðnæði. Á tímum Rósu var jarðnæðisvandinn eitthvað í líkingu við húsnæðisvandann í dag. Það var ekki á allra færi að búa fyrir sig. 

Rósa var stolt af bænum sínum. Þess vegna slær það mig þegar höfundar, Sveitir og jarðir í Múlaþingi, kjósa að kalla bæinn kofa. Þeir eru ekki einir um það að tala niður til fortíðarinnar.

Hvernig verður talað um okkur?

Myndun  er af blálilju, tekin af pistlahöfundi nú í sumar.  


Bloggfærslur 20. júlí 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband