Nú getur ekkert bjargað okkur nema sprengjan

EFEC8D0A-8F5B-477B-8DF9-6531921932E2

Í vikunni sem leið hlustaði ég á mann gera tilraun til bremsa af umræðu um viðbrögð við meintri notkun eiturefna með því að segja að það væri barnalegt að vera á móti stríði.

Á meðan sprengjurnar falla og heilu borgirnar líta út eins og ruslahaugar ræðum við um hvernig best sé að flokka rusl. Það má. En Það er ekki ætlast til að við að ræðum stríð. Það á láta það öðrum eftir. Og framkvæmdina líka. Að sprengja. Þannig óhreinkum við okkur ekki.

Okkur, sem nær öll erum alin upp við hugmyndafræði kristninnar um að snúa hinni kinninni að, er ekki treyst til að hafa vit á því hvað sé skynsamlegt. 

Engin er samt alveg rólegur. Allra síst nú þegar stórt frekt barn situr í forsæti þeirra sem hafa tekið að sér að gæta okkar. 

Í gær hlustaði ég á leiklestur í Hannesarholti á leikriti Svövu Jakobsdóttur, Lokaæfing. Það var svo sannarlega rétta andrúmsloftið. Fjölskyldufaðirinn hafði komið sér upp fullkomnu úrræði til að lifa af í stríði. Hann og kona hans höfðu komið sér fyrir í neðanjarðarbyrgi, við í leikhúsinu fengum að fylgjast með þessari merkilegu tilraun, lokaæfingu. Reyndar læddist að manni sá grunur að þetta væri ekki bara æfing. Heldur dauðans alvara. Þegar lokasetnig leikverksins hljómaði fór hrollur um mann. Nú getur ekkert bjargað okkur nema sprengjan.

Áður hafði ég hlustað leikritið, Æskuvinir. Í því verki reifar Svava hættuna sem felst í því að framselja frelsi sitt og öryggi í hendur annarra. 

Látum ekki þagga niður í okkur. Tökum ábyrgð á eigin gerðum.


Bloggfærslur 16. apríl 2018

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband