Til hvers les ég? Og áramótaheit verður til

35625BA7-46C5-4AF0-AFD2-3B65CF0AF51AAf hverju les ég?

Ég les reyndar ekki, ég hlusta af því ég er sjónskert, en ég tala um að lesa.


Í þessum pistli ætla ég að reyna að finna út til hvers ég er að lesa bækur. Auðvitað er ég að gera þetta fyrir mig, en mér finnst það viðeigandi að velta þessu fyrir mér, ég skipulegg tíma minn sjálf og ég ver verulegum hluta hans í lestur.
Ég ætla að reyna að komast að þessu með því að búa mér til lista yfir allar ástæður sem mér koma í hug í fljótu bragði

 

Listinn

  • Mér til ánægju
  • Af forvitni
  • Til að fræðast
  • Til að fylgjast með
  • Til að róa hugann fyrir svefninn
  • Vegna þess að bókaklúbburinn hefur ákveðið það
  • Til að hafa ofan af fyrir mér
  • Til að halda mér við í tungumálum sem ég hef lært
  • Af því einhver bendir mér á bókina og mér finnst ég skuldbundin
  • Til að stækka heiminn
  • Til að dýpka minn eiginn veruleika
  • Til að flýja raunveruleikann


Ég hafði í hugsunarleysi gert ráð fyrir því að fyrsta ástæðan, sem mér kom í hug vægi þyngst, að ég læsi bækur ánægjunnar vegna. En þegar ég renndi yfir bókavalið síðustu mánuðina, fann ég að flestar bækur sem ég hafði lesið tóku mjög á mig. Þær færðu mér ekki gleði heldur kvíða, depurð en þó stundum einhverja von um betri heim. Þessar bækur fjölluðu nær allar um ýmsar birtingarmyndir ofbeldis og um kúgun. Ég ætla að nefna nokkrar:


Heimför (Yaa Gyasi) fjallar um þrælahald og nær allar tegundir ofbeldis.
Með lífið veði (Yeonmi Park) segir frá unglingsstúlku sem flýr heimaland sitt vegna pólitískrar kúgunar.
Medan han lever (Elaine Eksvärd) fjallar um misnotkun föður á dóttur.
Die Frauen der Rosenvilla (Teresa Simon)segir frá ungri stúlku sem erfir hús og ætlar að koma sér upp og reka súkkulaðiveitingastað. Fortíðin vitjar hennar og hún leggst í grúsk. Öllum smáatriðum er vendilega lýst,hvort sem er í útliti fólks, áferð á sjölum, kjólum eða í bragði súkkulaðisins sem hún er að þróa framleiðslu á. Í bókinni er lítið sem ekkert um ofbeldi nema sagt er frá tveimur heimsstyrjöldum svona í forbífarten.
Þessar ólíku bækur eru misvel skrifaðar og ekki get ég sagt að ég hafi lesið þær mér til ánægju en ég fræddist. Þýska bókin gerði sitt gagn, tosaði einhverri þýsku upp á yfirborðið. Eftir að hafa lesið dulitla bók um raðmorð Ósýnilegi verndarinn eftir Dolores Redonde,sem ég þegar hef skrifað um, hóf ég lestur á bókinni Föðurlandsstríðið mikla eftir Gísla Jökul Gíslason. Þetta er stórmerkileg bók,ég ætla að um fjalla hana í næsta bloggi.


Lokaorð
Ég veit ekki hvort ég hef komist nokkuð nær því að vita af hverju ég les. Mér finnst líklegt að svarið sé blandaðar ástæður. Það olli mér vonbrigðum að komast að því hvað ánægjan ein og sér virðist léttvæg í því sambandi. Ég sé líka að ljóðabækur komast ekki á blað en áður fyrr voru þær minn allra besti yndislestur. Ég veit hver ástæðan er. Ég hef sætt mig við að hlusta á bækur, neyðin kennir. Það á við allar bækur nema ljóðabækur, ég kann ekki að láta aðra lesa þær fyrir mig. S
 Ég finn að ég fæ kökk í hálsinn þegar ég segi þetta. Ég verð að taka mér tak, finna leið.
Loksins urðu þessar vangaveltur mínar til einhver gagns. Mér hefur fæðst áramótaheit. Þrjú ljóð á dag næsta árið.


Bloggfærslur 4. desember 2017

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 187217

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband