9.8.2014 | 13:38
Síðbúin morgunhugleiðing
Þetta átti að vera morgunhugleiðing en það er kominn miður dagur.
Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið um skattalækkanir og niðurskurð á þjónustu í sama blaði. Skattalækkanir eru ævinlega eru settar fram með jákvæðum formerkjum. Hins vegar er rætt um niðurskurð og skort á þjónustu sem eitthvað neikvætt. Eðlilega. Það er ævinlega eins og það séu engin tengsl þar á milli. Trúir fólk þessu, hugsa ég. Sér fólk ekki samhengið?
Í mínum huga eru tengslin svo augljós að mér finnst næstum barnalegt að tala um það.
Í mínum huga er þetta einfaldlega gamla góða jafnan:
Skattarnir lækka og biðlistarnir lengjast
eða
Skattarnir hækka og biðlistarnir styttast og þjónustan batnar
Hvað vill fólk?
Ég er sjálf ekki í neinum vafa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 9. ágúst 2014
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 190363
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar