Glæsir: Það er ekki öfundsvert við það að vera afturganga

 

GlæsirármannLoksins læt ég verða af því að lesa Glæsi (Ármann Jakobsson 2011). Ég hef lengi ætlað að lesa hana en það sem ýtti mér af stað núna voru ummæli sem féllu í pólitíkinni. 

Bolakálfurinn Glæsir er í miklu dálæti hjá húsbónda sínum, Þóroddi Þorbrandssyni bónda á Finngeirsstöðum í Álftafirði á Snæfellsnesi. Sögnin er sótt í Eyrbyggjasögu. En það er ekki allt sem sýnist. Þetta er enginn venjulegur nautgripur því í honum býr Þórólfur bægifótur, afturgenginn. Hann hyggur á hefndir fyrir son sinn Arnkel og rifjar upp ævi sína um leið og hann býður færis. Það er samt eitthvað ópassandi við að hann skulu vilja hefna fyrir víg Arnkels því það var síður en svo kært með þeim feðgum. En blóðböndin leggja mönnum skyldur á herðar, líka draugum.

Þórólfur bægifótur í líki kálfs rifjar upp ævi sína um leið rifjar hann upp fyrir lesandanum mikilsverða þætti í sögu Eyrbyggja. Það er gaman að fylgja honum í þessari upprifjun og ég gat að sjálfsögðu ekki stillt mig um að taka fram mína Eyrbyggju og glöggva mig enn betur. En það sem er þó skemmtilegast og mestur fengur í er túlkun höfundar Glæsis á sálarlífi þessa mann það er ekki gert í Eyrbyggju, þar verður vonska hans óskiljanleg, líkust dintum. Þórólfur bægifótur í sögu Ármanns Jakobssonar getur réttlætt allar sínar gerðir, hann elur á eigin óánægju og magnar upp hjá sér hefndarhug til manna sem ekkert hafa gert honum. Honum finnst hann vera misskilinn, fyrirlitinn og smánaður og fyrir það skal hefnt. Lýsing Ármanns á hugsunarhætti þessa manns stemma við rannsóknir á ofbeldismönnum nútímans sem ævinlega geta réttlætt gerðir sinar og iðrast aldrei.

Það er líka gaman að lesa lýsingu Ármanns á tilvistarkreppu afturgöngunnar, það er síður en svo gaman að vera draugur, tilheyra hvorki lífi lifenda eða dauðra. Það er fróðlegt að fylgjast með þessum hugleiðingum enda hefur höfundur Glæsis rannsakað lögmál drauga og afurganga (Skírnir 2010; 184 (vor): s. 187-210 ).

Ég sagði í upphafi að það hefðu verið orð sem féllu í pólitík sem ráku á eftir mér að lesa Glæsi núna. Þessi orði voru SJALDAN LAUNAR KÁLFURINN OFELDIÐ og vísuðu til tiltekins stjórnmálamanns sem hefur átt sér mörg líf. Ekki get ég nú séð að þessi lestur hafi orðið til að dýpka skilning minn á pólitískri hegðun manna en ég á enn eftir að rýna betur í Eyrbyggju. Þar er mörg matarholan.


Bloggfærslur 21. júlí 2013

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 190456

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband