Ritsafn skáldkonu: Erla; Guðfinna Þorsteinsdóttir:

ErlaÍ fyrradag kom í póstkassann minn lítið bréf fá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi. Þetta er kynning á ljóðasafni skáldkonunnar Erlu, Guðfinnu Þorsteinsdóttur en það á að koma út í sumar. Mér fannst gaman að lesa þessa kynningu og það rifjaði ýmislegt upp. Pabbi minn talaði oft um þessa konu og fannst hún merkileg, sjálfsagt hafa honum fundist ljóðin hennar góð en ég vissi að það var líka af því hún var Austfirðingur og alþýðukona.

 Guðfinna Þorsteinsdóttir; Erla (1891--1972) var hagyrðingur og skáld og eftir hana liggur ótrúlega mikið miðað við aðstöðu hennar í lífinu til að vinna að list sinni. Hún var húsmóðir og bjó lengst af á Teigi í Vopnafirði. Hún eignaðist og ól upp níu börn. Þrátt fyrir annasamt líf sendi hún frá sér sex bækur (þar af þrjár ljóðabækur).

Í kynningarbæklingum eru birt nokkur ljóð og ég get ekki still mig um að lát tvö þeirra fylgja með:

Lán vort allt að láni er

líka getan veika.

Enginn tók hjá sjálfum sér

sína hæfileika.

Seinna ljóðið sem ég ætla að láta fylgja þessum pistli átti sérstakt erindi til mín í dag því að í dag bauðst mér tækifæri sem ég átti ekki vona á og auðvitað sagði ég já, ég veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði ekki´verið nýbúin að lesa:

Tækifærið tefur ei,

taktu það í skyndi,

annars berst það frá sem fley

fyrir hvössum vindi

 

Það er gaman að eiga vin og skólabróður sem sendir manni slíkar gersemar.

 


Bloggfærslur 10. júní 2013

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 190459

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband