Hannes Hafstein: Ég elska þig stormur

Hannes Hafstein  Guðjón Friðriksson 

Nú er ég búin að lesa bókina sem ég ætlaði ekki að lesa heldur bara fletta. Aðallega til að skoða myndirnar. Ástæðan fyrir að ég fékk þessa bók lánaða var að heimsókn mín í Hannesarholt  sem nýbúið er að laga og gera upp af miklum myndarskap. Hannesarholt, Grundarstígur 11 er heimili er síðasta heimili Hannesar Hafstein en hann lét byggja húsið 1915 og bjó þar með fjölskyldu sinni þar til hann lést 1921.

En aftur að bókinni. Ævisaga Hannesar,  Ég elska þig stormur er eftir Guðjón Friðriksson kom út 2005. Ég get fullyrt að þessi bók er ekki fyrir giktveika (sem ég reyndar er) því hún er 726 síður og vegur rúm 1, 6 kg. Ég hafði sem sagt ekki ætlað að lesa hana, held því fram að ég sé ekki mikið fyrir ævisögur, en ég féll í freistni. Bókin er einfaldlega svo skemmtilega og spennandi. Og svo er hún svo fróðleg, sérstaklega um söguna og þjóðlífið að hvað eftir annað stóð ég mig að því að hugsa - af hverju vissi ég ekki þetta? Auk sagnfræðinnar er þetta saga um mannlíf, örlög og dramatík. Það er til máltækið - Það er nú lítið gaman af Guðsspjöllunum ef enginn er í þeim bardaginn - og það vantar svo sannarlega ekki bardagann í þessa bók.

Stór hluti bókarinnar fjallar um pólitík og hún er átakamikil og spennandi. Kannski mætti segja að tekist er á um það að pólitíkin sé að nema hér land og stíga sín fyrstu skref, því það er verið að fjalla um sjálfstæði Íslands og um það hvernig eigi að haga lýðræðinu í landinu, um stjórnarskrána. Frásögn Guðjóns er svo lifandi að hvað eftir annað fannst mér ég ekki vera að lesa um rúmlega 100 ára gamlar deilur, mér fannst ég vera hér og nú að hlusta á stjórnmálaumræðuna í beinni.

Eiginlega er bókin um Hannes ekki ein saga heldur margar tengdar sögur. Það koma fram margar persónur og lesandinn verður forvitinn um örlög þeirra ekki síður en um Hannes, aðalpersónu sögunnar. Nú óttast ég að ég eigi eftir að detta  inn í ævisögur Valtýs Guðmundssonar og Tryggva Gunnarssonar og fleiri og fleiri. Þetta eru svo spennandi tímar. Og svo voru menn svo duglegir að skrifa, það eru til svo miklar heimildir. Guðjón þarf oft ekki að gera annað en láta heimildirnar tala.

Eitt kvöld var ég svo upptekin af sögu símans að ég var til viðbótar við Google komin með á borðið hjá mér þriggja binda alfræðibókina sem ég á (sem hefur reynst mér vel) og bók Helga Skúla Kjartanssonar. Mig langaði svo að vita hvenær talsímasamband við útland komst á. Og viti menn. Um klukkan tvö komst ég loks að því að það var ekki fyrr enn 1935 og það var Hermann Jónasson sem hringdi í danska kónginn.

Svona kveikir þessi bók í manni. Maðurinn minn var orðinn afskaplega leiður á mér og Hannesi, ég blandaði honum í öll mál, sérstaklega á stjórnmálaasviðinu. En ég áeftir að sakna hans og finn til tómleika eins og eftir að kveðja vin.   

http://www.hannesarholt.is/


Bloggfærslur 10. apríl 2013

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 190475

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband