22.11.2013 | 17:52
Með ekkert í eyrunum
Ég hef tekið eftir að flest fólk er með eitthvað i eyrunum þegar það skokkar og velti því jafnvel fyrir mér að kaupa mér haganlegt tæki til að hlusta á. Og gerði tilraun. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir að það sem mér finnst ánægjulegast við að skokka er að vera ein með sjálfri mér, í eigin heimi. Hann er skemmtilegri en mig grunaði, ég er stöðugt að uppgötva eitthvað nýtt sem kemur mér á óvart:
Dæmi: Það er einn ákveðinn kafli á leið minni sem ég kvíði alltaf fyrir. Þetta er á Suðurlandsbraut, spottinn milli Kringlumýrarbrautar og Reykjavegar. Þegar þangað er komið er ég búin að skokka rúmlega 4 km og þetta er aðeins á fótinn. Aðeins tvisvar hefur mér ekki leiðst. Annað skiptið var þegar ég heyrði að einhver var rétt á eftir mér og mér datt allt í einu í hug að ég skildi ekki láta hann fara fram úr mér og jók hraðann. Bilið hélst og ég var að niðurlotum komin, loks alveg upp við ljósin á Reykjavegi seig hann fram úr. Leggjalangur karlmaður á besta aldri, ég meina ungur. Ég upplifði þetta frekar sem sigur en tap og tók eftir að mér hafði bara ekkert leiðst þessi annars erfiðasti kafli skokksins.
Í hitt skiptið sem mér leiddist ekki þessi spölur í var gær. Allt i einu var ég komin alla leið án þess að hafa leitt hugann að því hvar ég var og án þess að hafa hugsað allar vanahugsanirnar, þetta verður leiðinlegt, ætlar þetta aldrei að enda, af hverju er ég eiginlega að þessu, gömul kona? Ég hafði verið að hugsa um pólitík, hvernig skyldi nú þetta fara með endurgreiðsluna til skuldsettra heimila. Hverjir myndu græða og hverjir myndu bera kostnaðinn? Ég reyndi að reikna dæmið en gerði mér þá grein fyrir að ég kunni ekki að reikna dæmi með svo mörgum óþekktum stærðum. Gafst upp og ákvað að hugsa frekar um hvað mér þætti réttlátt.
Um það ætla ég ekki að fjalla hér, þá er ég kominn út fyrir bloggrammann. Það sem ég ætlaði að leiða líkur að með þessum litla pistli er tvennt. Það er alveg óþarfi að gefa sér að eitthvað sé leiðinlegt og..... pólitík er beinlínis skemmtileg, svona þegar hún laumast inn í huga manns án þess að maður taki eftir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. nóvember 2013
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 190404
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar