17.1.2013 | 20:45
DIE TOTE VON CHARLOTTENBURG: Glæpasaga frá millistríðsárunum
DER TOTE VON CHARLOTTENBURG er alveg þokkaleg glæpasaga frá millistríðsárunum í Þýskalandi. Það er greinilegt að höfundurinn Susanne Goga hefur sett sig vel inn í þennan tíma og stundum verður þetta næstum eins og upprifjun á sögunni. Aðalpersónan Kommisar Leo Wechsler er aðlaðandi persóna og unnusta hans Clara Bleibtreu hefur greinilega það hlutverk að sveigja sögusviðið dálítið í áttina að stöðu kvenna þessara tíma. Og auðvitað lífgar ástarsagan á milli ekkjumanns með tvö börn og sjálfstæðu fráskildu konunnar upp á dramatíkina.
Þetta er sem saga klassísk leynilögreglusaga, mótun atburða og umhverfis svipar örlítið til handbragðs Agöthu Christie og ekki þótti mér það verra.
Ég keypti þessa bók í sumar í Berlín út á nafnið því við hjónin bjuggum vikutímabil í þessu hverfi. Ekki get ég sagt að ég hafi þekkt mig þar aftur við lesturinn, aftur á móti komu margir aðrir staðir Berlínar kunnuglega fyrir.
Ég las mér til á bókarkápu að höfundur hefur skrifað fleiri bækur með Leo Wechsler á undan þessari. Ég er ekki viss um að mér hafi fundist nógu mikið til um þessa bók til að eltast við þær enda spillir alltaf að lesa framhaldssögur aftur á bak.
Góð og léttlesin bók og ég mæli með henni fyrir þá sem vilja viðhalda þýskunni sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. janúar 2013
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar