DIE TOTE VON CHARLOTTENBURG: Glæpasaga frá millistríðsárunum

DER TOTE VON CHARLOTTENBURG er alveg þokkaleg glæpasaga frá millistríðsárunum í Þýskalandi. Það er greinilegt að höfundurinn Susanne Goga hefur sett sig vel inn í þennan tíma og stundum verður þetta næstum eins og upprifjun á sögunni. Aðalpersónan Kommisar Leo Wechsler er aðlaðandi persóna og unnusta hans Clara Bleibtreu hefur greinilega það hlutverk að sveigja sögusviðið dálítið í áttina að stöðu kvenna þessara tíma. Og auðvitað lífgar ástarsagan á milli ekkjumanns með tvö börn og sjálfstæðu fráskildu konunnar upp á dramatíkina.

Þetta er sem saga klassísk leynilögreglusaga, mótun atburða og umhverfis svipar örlítið til handbragðs Agöthu Christie og ekki þótti mér það verra.

Ég keypti þessa bók í sumar í Berlín út á nafnið því við hjónin bjuggum vikutímabil í þessu hverfi. Ekki get ég sagt að ég hafi þekkt mig þar aftur við lesturinn, aftur á móti komu margir aðrir staðir Berlínar kunnuglega fyrir.

Ég las mér til á bókarkápu að höfundur hefur skrifað fleiri bækur með Leo Wechsler á undan þessari. Ég er ekki viss um að mér hafi fundist nógu mikið til um þessa bók til að eltast við þær enda spillir alltaf að lesa framhaldssögur aftur á bak.

Góð og léttlesin bók og ég mæli með henni fyrir þá sem vilja viðhalda þýskunni sinni.


Bloggfærslur 17. janúar 2013

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband