Sturlunga: Úr öskunni í eldinn

Síðastliðið ár varði ég nokkrum tíma dag hvern til að lesa Biblíuna og lauk henni í árslok. Hugmynd mín var sú að þetta kæmi nokkurn veginn í staðinn fyrir  blaðalestur þar sem ég hafði komist að þeirri niðurstöðu að dagblöðin færðu mér hvorki fróðleik né skemmtan. Kannki dálítið  harður dómur. Nú hef ég ákveðið að lesa Sturlungu á sama hátt, sem sagt í litlum skömmtum en ítarlega.

Nú eru liðnir 13 dagar af árin 2013 og ég fera að velta því fyrir mér hvort ég hafi ekki farið úr öskunni í eldinn, því ekki gerir Sturlunga minni kröfur til árvekni lesandans en Biblían. Reyndar hef ég lesið báðar þessar bækur áður, grautað í Biblíunni en hraðlesið Sturlungu, það hjálpar. Báðar þessar bækur geta státað af voldugum ættartölum ef það er þá eitthvað til að státa af. Það sem aðskilur þær við lestur er að í Biblíunni getur maður nokkurn veginn litið fram hjá þessum romsum, með fáum undantekningum þó en í Sturlungu skipta ættartölin miklu máli um alla framvindu.

Ég les Sturlungu í útgáfu Svarts á hvítu, sem er mikil hjálp því hún er svo aðgengileg og styður lesandann með heilli bók með kortum, töflum, ættartölum og ítarefni. Lesturinn verður eins og nokkurs konar ferðalag í tíma og rúmi. Nú kemur sér vel að vera nokkuð staðkunnug á mörgum stöðum á landsbyggðinni en hæfileiki minn til að geta ferðast í tímanum á vonandi eftir að eflast við þá áreynslu sem það er að setja sig inn í hugmyndir þessa tíma.  

Ég hugsa mér gott til glóðarinnar að lesa nýútkoma bók Einars Kárasonar um skáldið Sturlu Þórðarson og hef þegar lesið tvær fyrri bækur hans sem sóttar eru í efni Sturlungu.

Það eru margar persónur í Sturlungu og lítil von til að þeim verði nokkmurn tíma gerð skil í skáldskap, enda ekki æskilegt, hver og einn lesandi er einnig skáld. En það er ein persóna sem hafði farið gjörsamlega fram hjá mér við fyrri lestur sem mér finnst nú að gæti verið heillandi sögupersóna eða kannski miklu frekar kvikmyndahetja en það er einstæðingurinn Ólafur Hildisson. Ég sé hann fyrir mér á tjaldinu (kvikmyndatjaldi hugans) sem Ólaf Darra.

Meira um lestur Sturlungu og Ólaf Hildisson í næsta bloggi.


Bloggfærslur 13. janúar 2013

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband