Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.4.2008 | 23:11
Lifi lýðræðið
Ég finn að ég hef blendnar tilfinningar gagnvart atburðum dagsins. Það er sérkennilegt fyrir mig, gamlan skipuleggjanda og þátttakanda í mótmælum að fylgjast með því sem er að gerast. Mér finnst það gleðilegt að fólk skuli hugsa um og bregðast við óréttlæti en um leið finn ég að ég vil heldur styðja kröfur hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum en þá sem geta lokað vegum af þeir ráða öflugum ökutækum. Mér finnst heldur ekki hægt að bera saman mótvægi þessara þungavigtarmanna sem mótmæla með trukkum við mótmæli fólks sem mótmælir og kröfuspjöldum þar sem hann hefur skrifað sannfæringu sína í knöppu máli. Þegar ég var að mótmæla lærði ég mikið um hvaða rétt borgari hefur samkvæmt lögum til að tjá skoðanir sínar. Við lögðum mikið upp úr því að nota þann rétt og héldum reyndum að nota hann til hins ýtrasta. Stundum var sagt að við færum yfir mörkin.
Þegar ég var að koma heim úr vinnunni í gær stóð Helgi Hósseasson sveitungi minn á sínum stað með kröfuspjaldið sitt. Mér finnst það aðdáunarvert og þótt hann sé hættur að endurnýja það sem stendur á því. Það er kannski óþarfi að breyta því. Helgi hefur aldrei barist fyrir sjálfan sig, bara fyrir málstað. En við þurfum að kunna hvort tveggja. LIFI LÝÐRÆÐIÐ.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bergþóra Gísladóttir
Nýjustu færslur
- 20.10.2023 Um Torfhildi Hólm
- 12.10.2023 Gráu býfugurnar hans Andrej Kurkov
- 29.6.2023 Tugthúsið
- 19.6.2023 Það er svo gaman að vera vondur
- 18.6.2023 Ferð til Skotlands og Orkneyja
Færsluflokkar
Tenglar
Baráttusamtök
Vinir og vandamenn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar