Tugthúsið

B42FB887-88A8-4110-92A8-6B2E30656564Fátt er svo með öllu illt að….

Ég varð mér úti um leiðindapest á ferðalagi mínu um Skotland. Kvef, flensu, kóvít, eða eitthvað þaðan af verra. Ég var ekki sárþjáð en nóg samt til að ég varð að hafa hægt um mig, lá fyrir og las/hlustaði.

Ein bókanna sem ég las var Tugthúsið, söguleg skáldsaga eftir Hauk Má Helgason.

Tugthúsið var byggt á árunum 1761 til 1771. Það var svar Dana við ósk Íslendinga um að fá að hengja afbrotamenn í stað þess að kosta þá út til Danmerkur til að refsa þeim.  

Það erfiðast að breyta hugarfari

Þetta voru umbrotatímar, upplýsingastefnan vildi láta „betra“ afbrotamenn í stað þess að refsa þeim. En orð og gjörðir ganga ekki alltaf í takt og þannig var því farið um framkvæmd þessara umbóta. Orðatiltækið „ það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja“ kom ekki til af engu. Fyrst þurftu fangarnir að bera grjótið í bygginguna, síðar, þegar hún var fullbyggð, voru þeir leigðir út  til að afla tekna til að reka stofnunina.Hún átti helst að vera sjálfbær. Fangarnir voru beittir miklu harðræði. En verst var hungrið.

Húsið

 Miðað við íslenskar aðstæður þá var þetta fyrirmyndarhús og föngunum hefði getað liðið vel og jafnvel „betrast“ . En annað var uppi á teningnum. Þeir sultu og þeim var þrælað út og þeir voru beittir ofbeldi. Þeir hrundu niður.

Þessu lýsir Haukur Már öllu. Hann nefnir nöfn fanga og segir frá bakgrunni þeirra. Þetta er erfið og átakanleg lesning. Eins og að lesa um Auschwits .

Ég hafði tvisvar áður hafið lestur á bókinni en gefist upp.

Í þriðja skipti tókst lesturinn.

Lokaorð

Þetta er efnismikil og fræðandi bók. Nú velti ég fyrir mér, hvort við getum lært eitthvað af henni. Ég veit ekki betur en að enn séu uppi hugmyndir um að fangelsun eigi að betra fólk. En gera þau það?Ég veit það ekki. En það sem við höfum þó lært er að fyrirbyggjandi vinna er best og skilar mestum árangri.


Það er svo gaman að vera vondur

718880C2-365B-4FDF-9E0B-94ECF54BBB69
Það er svo gaman að vera vondur sagði Láki jarðálfur, Þegar hann var búinn að fremja öll þau bellibrögð sem hann kunni í sögunni um jarðálfinn Láka,sem allir elska. Mér varð hugsað til Láka þegar ég var að hlusta á spjall, stjórnmálatríóið Jón, Bjarna og Guðrúnu Hafsteinsdóttur í tilefnis þess að hún var að taka við embætti utanríkisráðherra. Umræðan snerist strax að flóttamönnum. Þeir eru svo mikið vandamál fyrir okkur Íslendinga. Það er svo dýrt að taka á móti þeim og halda þeim uppi. Skildist  mér. Það var nefnd tala. Skyldi einhver hafa reiknað út hvað við höfum grætt á flóttamönnum í gegnum árin? Og ekki örlaði á samúð með fólkinu sem hefur fundið sig tilknúið að flýja heimkynni sín. Nei þau hljómuðu öll eins og Láki – „það er svo gaman að vera vondur.

Önnur saga

Við erum rík þjóð, við erum aflögufær. Það fylgir því mikil gleði.Þegar þjóðir eða einstaklingar eru komnir í þá stöðu að vera aflögufær geta þau leyft sér að hugsa með hjartanu


Ferð til Skotlands og Orkneyja

F509E0D6-84FD-4DDC-81DD-C917F12D032D
Frændur okkar Skotar

Það hefur orðið nokkur dráttur á því að ég skrifi blogg, ég veit ekki hversvegna. En það gerir mér gott  að skrifa, og einstaka les þetta.En nú hef ég þó frá einhverju  að segja.

Ég hef verið á ferðalagi um Skotland
 og Orkneyjar, verið á slóðum Auðar djúpúðgu.

Ferðin hófst, ef svo mætti segja á Flugvellinum í Glasgow en þar tók á móti okkur rúta og þrír fararstjórar. Síðan var ekið norður Skotland.

Skotland er fallegt, meira að segja út um bílglugga. Þar skiptast á vötn, skógar, dalir og fjöll. Landið  á sér merka sögu, Snorri fararstjóri okkar fræddi okkur um hana á leiðinni norður. Saga norrænna manna er aðeins hluti af henni. Þá sögu er m.a. að finna í Orkneyingasögu, sem ég hef enn ekki lesið til fulls. Lokakaflinn í Njálu gerist einnig þar, því þangað fer Kári eftir brennuna.   Við skoðuðum hrundar hallir og eina fallega höll sem er til sýnis fyrir ferðamenn. Auk þess fengum við að sjá eitt almúga- hús, „tilgátuhús“, sem var gert  eftir hugmyndum um húskost  fyrri tíma. Mér fannst það minna um margt á okkar eigin torfbæi.   Miðað við húsakostinn gæti ég hugsað mér að höfðingjarnir þar um slóðir hafi verið ríkari og fátæklingarnir enn fátækari en hér gerðist. Mér fannst hallir og hallarrústir bera þess vott.  

 Orkneyjar

Orkneyjarferjan skilaði okkur út í Orkneyjar eins og til stóð. Sú sigling minnti mig á Akraborgina fyrrum, sem ég  sigldi oft með til að stytta mér akstur, þegar ég bjó í Borgarnesi.

Orkneyjar gætu alveg eins heitið Flatey, því hún     rís ekki hátt úr sjó. Hún er skóglaus og því afar ólík hinu græna Skotlandi. Við fengum leiðsögn um  hana og skoðuðum m.a.  uppréttar steinhellur.  Þessar minjar minntu mig á minjar  

sem ég skoðaði  eitt sinn í Svíþjóð, Aalisstenar.  Þarna var líka að finna enn eldri minjar. Þ.e.a.s. frá steinöld. Mér þóttu þær ekki síður áhugaverðar. Merkilegast fannst mér þó að skoða Magnúsarkirkjuna í Kirkwall. Þetta er  heljarinnar mannvirki. Bygging hennar hófst 1137. Hún var reist til minningar un Magnús Jarl Erlendsson, sem er nú helgur maður með yfirlýsingu frá páfa.

Hvenær lýkur ferð?

Við lok ferðar tókst mér að verða mér út um slæma kvefpest eða flensu. Þurfti því að hafa hægt um mig, þvert á vilja minn. Því á ferðalögum verður ævinlega til langur listi um það sem ég ætla að gera þegar ég kem heim. Þetta varð til þess að ég vann óvenju vel úr ferðalaginu. Fann mér bækur sem ég hlustaði á. Það sem mér fannst nýtast mér best, var bók um Orkneyjaferð, Í kjölfar  jarla og víkinga eftir Þorgrím Gestsson. Skemmtileg bók.

Lokaorð

Nú er sú bók búin og pestin á förum. Eftir sit ég og rifja upp ferðalagið og kemst að því, að slíka ferð gæti ég vel hugsað mér að fara aftur. Þá myndi   ég skoða betur búskaparhætti og þá sérstaklega  dýrin, sem ég sá aðeins  tilsýndar í þessari ferð. Og gefa mér tíma til að fara í söfn.


Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Júní 2023
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 190380

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband