Ekki tímabært að ausa fé í gæluverkefni

IMG_0040

Ekki tímabært að ausa fé í gæluverkefni

Þannig hljóðar fyrirsögn Fréttablaðsins, sem samin er af tilefni af því, að lagt hefur verið fram fjárlagafrumvarp ársins  2017. Greininni fylgir graf, sem fangaði hug minn. Ég er mikill grafaðdáandi því ein mynd birtir oft meiri fróðleik en mörg orð. En ég hrífst líka stundum af myndrænu hliðinni og virði þau fyrir mér  sem listaverk. Þetta graf er listrænt. Þarna er sýnd tölfræðileg arfleifð bankahrunsins (grafið spannar árin 2004 til 2016). Fyrst fannst mér myndin vera af heysátu og svo fór ég að hugsa um bagga, skuldabagga.

Ég sagði að gröf vektu hjá mér listrænar kenndir og áður en ég vissi af var ég farin að rifja upp kvæði Jónasar, Alþingi hið nýja.

,,Bera bý

bagga skoplítinn

hvert að húsi heim“

Þetta er alveg lygilega gott ljóð og á reyndar enn vel við. En aftur að greininni. Efnislega virðist hún vera samantekt á einhverju sem fjármálaráðherra hefur sagt eða gæti hafa sagt -Við  þurfum að spara – og -Við þurfum að halda vel utan um fjármál ríkisins.

En það sem vekur furðu mína er fyrirsögnin. Hvað er átt við með gæluverkefni? Biðlistakonan, ég, fór strax að velta fyrir mér hvort þarna væri mögulega átt við, að bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins. Vonandi ekki. Er kannski átt við bruðlið við að skapa öryrkjum mannsæmandi kjör?

Ég kann ekki að ráða í fyrirsögnina. Við lifum á spennandi tímum en þeir eru ekki jafngóðir fyrir alla svo mér datt ekkert betra í hug en að hafa þetta blogg í lengra lagi og birta ljóð Jónasar um Alþingi hið nýja í heild sinni. Sá sem les það til enda fær skerpta sýn á hvað Alþingi er.

Myndin er ljósmynd af Fréttablaðsgrafinu.

Ljóðið er sótt á netið

Alþingi hið nýja

(1840)

Hörðum höndum
vinnur hölda kind
ár og eindaga;
siglir særokinn,
sólbitinn slær,
stjörnuskininn stritar.

Traustir skulu hornsteinar
hárra sala;
í kili skal kjörviður;
bóndi er bústólpi,
bú er landstólpi,
því skal hann virður vel.

 Fríður foringi

stýri fræknu liði,

þá fylgir sverði sigur; 

illu heilli
fer að orustu
sá er ræður heimskum her.

Sterkur fór um veg,
þá var steini þungum
lokuð leið fyrir;
ráð at hann kunni,
þó ríkur sé,
og hefðu þrír um þokað.

Bera bý
bagga skoplítinn
hvert að húsi heim;
en þaðan koma ljós
hin logaskæru
á altari hins göfga guðs.

Vissi það að fullu
vísir hinn stórráði.
Stóð hann upp af stóli,
studdist við gullsprota:
„Frelsi vil eg sæma
framgjarnan lýð,
ættstóran kynstaf
Ísafoldar.

Ríða skulu rekkar,
ráðum land byggja,
fólkdjarfir firðar
til fundar sækja,
snarorðir snillingar
að stefnu sitja;
þjóðkjörin prúðmenni
þingsteinum á.

Svo skal hinu unga
alþingi skipað
sem að sjálfir þeir
sér munu kjósa.
Gjöf hefi eg gefið,
gagni sú lengi
foldu og firðum
sem eg fremst þeim ann.“

Þögn varð á ráðstefnu,
þótti ríkur mæla,
fagureygur konungur
við fólkstjórum horfði;
stóð hann fyrir stóli,
studdist við gullsprota,
hvergi getur tignarmann
tígulegri.

Sól skín á tinda.
Sofið hafa lengi
dróttir og dvalið
draumþingum á.
Vaki vaskir menn,
til vinnu kveður
giftusamur konungur
góða þegna

 

Jónas Hallgrímsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Landhelgisgæslan verður að selja þyrlu og segja upp fólki, því að þessi þyrla og þjónusta Gæslunnar flokkast sem "gæluverkefni". 

Ómar Ragnarsson, 7.12.2016 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 187234

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband