Það vorar í hug Gunnars Braga

image

Ég heyrði það í fréttunum í strætó (Bylgjan) að Gunnar Bragi teldi góðar líkur á því að von bráðar yrði Ísland strikað út af lista sem hugsanlegur umsóknaraðili að bandalagi Evrópuþjóða. 

Ég hrekk svolítið við, ég var nefnilega að ljúka lestri á Stríð og friður, Tolstojs og er að hluta til stödd á 19. Öldinni. Ég er búin að fylgjast með herjum Rússlandskeisara, verjast innrásarher Napóleons. Lestur Stríðs og friðar hefur tekið u.þ.b. 33 tíma og sem hliðarlesningu hef ég lesið mér til um Napóleonstríðin og fleiri stríð, til að skilja betur það sem er að gerast hjá Tolstojs. Þessi stríð voru mikil blóðtaka fyrir. Evrópu, í bókstaflegum skilningi. Og enn eru háð stríð en mér finnst svo voðalegt að hugsa um þau að ég held mig við 19. öldina. Ég fæ kökk í hálsinn þegar ég hugsa um Sýrland. 

En ,,við" viljum ekki vera á lista sem sem umsóknarland að bandalagi við þjóðir í Evrópu. ,,Við" viljum bara vera á lista viljugra þjóða um innrás í Írak. Erum við ekki enn á þeim lista? 

Þessi von utanríkisráðherra kom eitthvað svo flatt upp á mig þar sem ég sat í strætó. Ég hafði sperrt eyrun, vegna þess að ég átti von á fréttum, um hvað stjórmvöld hygðust gera til að stuðla að farsælli lausn kjaradeilnanna. En þar ríkir stríðsástand en sem betur fer ekki blóðugt. Og skyndingu er ég komin til baka inn í 19. öldina og hugsa um hvað hafi áunnist síðan þá. Það er sem betur fer margt. Í bókinni, Stríð og friður eru átakanlegar lýsingar af aðstæðunum á hersjúkrahusunum, þar sem vanrækslan blasir við. Þarfir hersins eru teknar fram yfir þarfir limlestra.  Það er reyndar oft vikið að starfi lækna og hjúkrunarfólks í þessari bók og ég hugsa um hvað læknavísindunum hefur fleygt fram. Eitt af læknisráðunum var blóðtaka og ég fyllist óþoli fyrir hönd sjúklingsins. 

Já, blóðtaka er ekki lengur viðhöfð til að lækna fólk. Við höfum lært margt. Stríðstólin verða stöðugt öflugri en þegar kemur að því að jafna deilumál og koma á friði erum við enn í sporum blóðtökulækninganna. 

Við Íslendingar höfum sem betur fer lifað utan blóðvalla styrjalda. Við erum heppin. Á 19. öldinni þeysti Napóleon um Evrópu í krafti hugsjónar um að koma á lýðræði. Þegar hann réðist inn í Rússland til að frelsa þá frá sjálfum sér, hafði hann á að skipa á milli 600 og 700 þúsunda liði. Í dag eru Bandaríkin tekin við því þessu lýðræðiskefli.

Og við Íslendingar viljum heldur vera í hernaðarbandalagi en ljúka umræðu um hvort það gæti hugsanlega verð skynsamlegt að vera í bandalagi Evrópuþjóða. Og svo er umrætt bandalag kannski  hernaðarbandalag og er meira að segja svo hættulegt að það er varhugavert að ræða um það.

Og ég er föst í 19. öldinni og langar ekki heim þrátt fyrir vorið og framfarirnar. 

Myndin sem fylgir er af Kútúzov sem leiddi her Rússa í stríðinu 1812 og fleiri stríðum þar áður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ósköp er þetta eitthva einfalt hugsað hjá þér. NATO var ekki stofnað sem hernaðar-, heldur friðarbandalag. Það hefur á seinni árum aðeins farið út af sporinu í því efni, t.d. í Líbýu, en þá eiga aðildarþjóðirnar að gagnrýna það, ekki velja að nánast afvopna Evrópu ...

Evrópusambandið stefnir að heildstæðu stórríki, sambandsríki, og tekur til sín æðsta löggjafarvald yfir sínum ríkjum, vissirðu það ekki? Og þar að auki æðsta stjórnvald (t.d. yfir fiskimiðum) og æðsta dómsvald líka, þar sem mál snerta ESB-lagakerfið, sem er engin smásmíði, 100.000 bls.!

Og þetta er ekki girnilegt agn fyrir Íslendinga, sem hafa þarna minnst að vinna og mestu að tapa og fengju langminnsta atkvæðavægi allra í leiðtogaráði ESB (0,06%) og það sama í hinu löggefandi ráðherraráði ESB. Þér getur ekki verið alvara að vilja þetta.

Jón Valur Jensson, 29.4.2015 kl. 00:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einkennilegt, Bergþóra, að þrátt fyrir aths. mína hér eftir miðnættið, stendur hér enn: Athugasemdir (0) á eftir grein þinni, hvort sem smellt er á  Meira á eftir sýnishorni greinar þinnar á blog.is eða á titilinn þar: Það vorar í hug Gunnar Braga.

Áður fyrr fóru menn af blog.is aðra hvora leiðina inn á greinina, og fengu þeir þá ýmist greinina eina og þá með athugasemdum eða allar nýjustu (gjarnan 10) greinar viðkomandi höfundar. Nú hefur þetta breytzt, menn fá bara allar greinarnar í báðum tilvikum (þ.e. hvort sem þeir smella (staddir á blog.is) á titilinn sjálfan eða á Meira.

Þtta er stórundarlgt og mjög slæmt þegar það fer saman við það, sem hér gerðist líka, að talan núll (0) stóð á eftir orðinu Athugasemdir! 

En nú eru athss. mínar orðnar tvær við þessa vefslóð, og ætla ég þá að athuga, hvort fjöldi þeirra kemur frekar fram í þessu kerfi, eins og ég hef rakið, heldur en þegar hún var bara ein.

Þetta er vitaskuld ekki á neinn hátt þér að kenna, en ég mun skrifa blog.is um þennan tæknilega ágalla á kerfinu. Og vertu sæl.

Jón Valur Jensson, 29.4.2015 kl. 13:08

3 Smámynd: Bergþóra Gísladóttir

Þakka þér fyrir að sýna skrifum mínum áhuga. Þetta var hugleiðing, annað ekki. Við hugsum ólíkt og við erum sjálfsagt ekki dammála. Það er í lagi. Athugasemdakerfið er greinilega ekki í lagi. Þykir það leitt.

Bergþóra Gísladóttir, 29.4.2015 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 187237

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband