Fjalla-Eyvindur og Halla í Ölpunum

image

Við hjónin sáum leiksýningu Þjóðleikhússins á leikritinu um Höllu og Fjalla-Eyvind. Við vorum á 2. sýningu og ég var þá ekki búin að heyra eða sjá neinar umsagnir. Ég hafði ekki séð þetta leikrit áður en ég hafði heyrt það og þekkti söguna. Ég þekkti hana reyndar svo vel að mér fannst næstum eins og ég hefði séð það. En það stemmir ekki. Þegar ég hugsaði um verkið (fyrir fram) sá þau hjónaleysin mæta á svæðið í þunglamalegum leikhúsútfærslum af þjóðlegum búningum og kveið því svolítið. Ég hafði líka búið mig undir að horfa á leikgert, gamaldags íslenskt sveitalíf, og kveið fyrir, ég er viðkvæm fyrir svona lýsingum, því því þær ganga aldrei upp (finnst mér).

En ég fékk þennan kvíða minn ekki uppfylltan, ef svo má segja. Það var létt yfir fólkinu. Það var eitthvað miðevrópskt við það, skórnir snotrir og pils kvenfólksins náðu einungis niður á miðjan kálfa. Réttarstemmningin minnti mig meira á hjarðljoðarómantík en á íslenskar réttir. Sviðsmyndin var alveg einstaklega falleg og tónlist og hljóðheimur verksins féll mér vel í geð. Allt í einu fór ég að hugsa um einhverja mynd utan á konfektkassa og fékk á tiolfinninguna að þetta gerðist allt í Ölpunum. Mér fannst það í góðu lagi. 

Siðan ég sá verkið er ég búin að heyra oftar en einu sinni að Halla og Fjalla-Eyvindur, sé besta leikverk sem skrifað hafi verið á Íslandi. Merkilegt að það skuli vera hægt að segja svona. Það er alveg eins og að segja hver hafi verið næst besta hetja fornaldar (ég segi þetta því mig minnir að það hafi staðið svo í Íslandssögunni sem ég las og ég hafi stöðugt verið að leita að hver var mesta hetjan). Það er líka merkilegt hvernig hver étur upp eftir öðrum. En merkilegast finnst mér þetta þó vegna þess að mér finnst það alls ekki gott verk, sagan er einhvern veginn svo ósannfærandi og nær ekki að hrífa mig með. Ég trúi henni ekki. Ekki eitt augnablik. En það eru margar góðar setningar í þessum texta og leikararnir stóðu sig vel. 

Einn leikdómara heyrði ég segja að verkið væri skrifað alveg eftir formúlunni um hvernig á að skrifa leikrit. Mér finnst það ekki meðmæli ef útkoman gagnast ekki til að hrífa mig. Svona er ég kröfuharður leikhúsgestur. Á meðan ég var að hlusta og horfa, hugsaði ég um hver væru Eyvindur og Halla nútímans. Líklega er þau helst að finna í einhverju dópbæli. Sú mynd gæti a.m.k. alveg passað við barnsmorðin.

Lokaorð

Ég kann betur að meta þjóðsöguna en leikritið. Hún er margsaga og í henni rúmast draumurinn um frelsið og betra líf. En þótt hugur minn fljúgi viða á leiksýningum kann ég að njóta. Mér fannst gaman. Líklega var það ekki síst vegna þess að það var léttleiki og húmor í sýningunni og svo var öll umgjörðin svo dæmalaust falleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband