Ættgöfgi?

image

Þegar kattarkvikindinu var komið fyrir á heimili mínu, var mér sagt að hann væri norskur skógarköttur. Hin raunverulega ástæða var, að hann er með meðfæddan galla sem leiðir til sýkinga í þvagrás og þarf því að vera á sérfæði. Það er rándýrt. Þetta er m.a. talið stafa af göfugu ætterni hans. 

Þetta var ég að hugsa, þegar ég notaði góða veðrið úti á svölum til að kemba kattarófétinu. Ég hugsaði um hvað þetta dýr er víðsfjarri því að geta bjargað sér í hinum norsku skógum. Hann þrífst ekki nema með því að vera á stöðugum díet og það þarf að baða hann reglulega og klippa á honum klærnar, hann á til að festa þær í teppi eða mottu og getur þá ekki losað sig hjálparlaust. Ef hann fær að ráða mataræði sínu sjálfur (en það fær hann ekki), vill hann einungis grænmeti. Hann elskar gúrkur og tómata og kemur hlaupandi um leið og hann finnur lyktina. Maðurinn minn annast aðalleg köttinn og hann lagði m.a. á sig að hjóla alla leið niður á Skólavörðustíg til að kaupa sérfæðið hans.

Það sem er þó óeðlilegast við þennan kött, er að hann leggur sérstaka ást á mig, sem geri ekki annað en sjá um onduleringarnar, sem hann virðist ekki njóta. Hann eltir mig á röndum og ég get hvergi sest eða hallað mér án þess að hann sé kominn. Hann fer í taugarnar á mér. 

Um þetta var ég að hugsa meðan ég var að kemba honum út á svölum og um víkingana, sem flestir eru sagðir hafa komið frá Noregi, ættgöfugir menn. Hverju breytti það? Voru þeir eitthvað betur settir í okkar harðbýla landi en ættlausir menn. Stóðu þeir betur af sér hamfarir og hallæri. Einkennilegt orðatiltæki, ættlausir menn.

Að lokum

Þetta átti að vera öðru vísi Blogg. Ég hef tekið eftir því, að það blogg sem mest er lesið og mest vitnað í, er skrifað af karlmönnum og það er oftast um pólitík eða um málfar. Ég les það líka.  En mig langaði til að skrifa um eitthvað hverdagslegt, tengt lífinu eins og það birtist mér á sólríkum degi. 

Ég hefði alveg getað hugsað mér að skrifa um kosningarnar í Nígeríu sem ég hef verið að lesa mér til um. En satt best að segja næ ég ekki utanum það verkefni. Það eru heldur engin úrslit komin. Satt best að segja held ég hvorugur þessara karla, sem valið virðist standa um, sé góður kostur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187192

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband