Vandinn við að hefja lestur á bók

image

Enn og aftur lendi ég í því að hefja lestur á bók sem mér leiðist. Hundleiðist. Hjá flestum er þetta ekki vandamál, þeir leggja frá sér bókina og hætta. En ég er haldin þeirri áráttu, að ef ég byrja á bók, verð ég að ljúka henni. Ég trúi því innst inni, að ókláraðar bækur ofsæki hugann og þoli ekki tilhugsunina. 

Það er langt síðan ég tók eftir þessu. Það var í gamla daga, austur í Breiðdal. Þetta var sumarið sem við Hlíðarendakrakkarnir vorum samtímis Lindarbakkakrökkunum við heyskap á eyðibýlinu Kleifarstekk, lágum við. Lindarbakkafólkið hafði meðferðis bókina, Þrír um leyndarmálið. Hún var æsispennandi og við kepptumst um að fá hana lánaða. Ég hef líklega verið sein í röðinni og mér auðnáðist ekki að ljúka bókinni þegar leiðir okkar skildu. Bókin var æsispennandi og ég man hana enn en veit ekki hvernig hún endaði. 

Eftir að ég áttaði mig á þessari áráttu og sættist við hana hef ég reynt að vanda val mitt á bókum. En það dugir oft ekki til. Bókin sem ég er að lesa núna. Sem er alveg að drepa mig, var t.d. hafin til skýjanna í Kiljunni og reyndar af fleiri gagnrýnendum. Hún var því með nokkurs konar gæðastimpli en það hrekkur ekki til, mér finnst hún ekki bara leiðinleg, hún er líka óhugguleg svo ég get ekki hugsað mér að ljúka henni ekki og búa við það að muna hana og velta fyrir mér hvernig allt fór. 

Síðan ég uppgötvaði þessa áráttuhegðun og gekkst við henni, hef ég reynt að tryggja mig fyrir vandanum með því að undirbúa vel val mitt á bókum. Ég hlusta eftir því hvað fólki finnst og fylgist með gagnrýni. En oft dugir þetta ekki til, fólk hefur ólíkan smekk og gagnrýnendur þar með. Bókin sem er alveg að drepa mig núna var t.d. hafin til skýjanna í Kiljunni og þýðandinn sem þýddi hana hefur á sér orð fyrir að þýða aldrei nema öndvegisverk. 

Ég ætla ekki í þessum pistli að segja hver bókin er, það geri ég þegar eg hef lokið við hana og það verður fljótt. Því nú mun ég grípa til eina ráðsins sem ég kann þegar ég verð fangi áráttu minnar. Bókin verður hraðlesin, skautað í gegnum hana. 

Ég hef velt því fyrir mér að drífa í því að lesa aftur Þrír um leyndarmálið og hef þegar skoðað í Gegni hvaða  bókasöfn eiga eintak. Ég sé að Bókasafn Breiðdalshrepps á eitt og það er líka til eintak í Sólheimabókasafninu, mínu safni. Bókin er eftir Ben Bot og var gefin út af Jóni Helgasyni. Áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í raun ætti maður að forðast allt sem þessir gagnrýnendur mæla með.  Sérstaklega kiljan.

Og allt sem vinnur til verðlauna.  Seinasta verðlaunabók sem ég las, var svo illa skrifuð, að á hverri blaðsíðu var eitthvað rangt, í lok annars hvers kafla komst maður að því að maður hafði misskilið eitthvað, og undir lokin grunaði mig að hún hefði verið skrifuð í kaffipásum yfir 2-3 ár, og aldrei lesin yfir fyrir útgáfu.

Mig grunar stundum að best væri bara aðp lesa barnabækur.  

Vegna þess að 1: þá er enginn fjólublár prósi að þvælast fyrir neinum (sérstaklega ekki höfundinum)

2: Ef þær eru vondar, þá eru þær þó líka stuttar.  Nema Harry Potter, en öllum er sama um það, af ofangreindri ástæðu.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.3.2015 kl. 22:44

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæl Bergþóra, þú ert ekki ein um að taka þér bók í hönd, hundleiðast bókin og gefast upp. Hef oft lent í þessu. Það er kannski ekki góður mælikvarði fyrir þig að styðjast við Kiljuna hvað bóklestur varðar. Kiljan er áhugavegður þáttur á sinn hátt, og þar er mælt með alls konar bókum, en kannski ekki bækur sem þú og ég vilja lesa. 

Ég hef sjálf áhuga á að lesa krimma, skáldsögur eða sönn sakamál. Líka alls konar sagnir frá gömlum tíma, sérstaklega ef þær innihalda dulræn fyrirbrigði eða tengjast stöðum og fólki sem ég kann deili á.

Sumar nútímabókmenntir höfða ekki til okkar. Sama þó að bækur hafi fengið lofsamlega dóma.

Ef mér leiðist bók, hætti ég bara við, og þegar ég byrja á nýrri, er gleymist hin bókin auðveldlega.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 9.3.2015 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 187222

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband