Gagnrżni um gagnrrżni

Ég horfi alltaf į Kiljuna. Ef ég missi af henni horfi ég į hana į seinkun. Og ég er afskaplega žakklįt fyrir žennan žįtt sem er fjölbreyttur og žvķ viš allra hęfi. 

Samt var žaš eitthvaš sem pirraši mig ķ gęr, ég var ósįtt. Ég var ekki alveg viss hversvegna og įkvaš aš sofa į žvķ. Nś veit ég hvers vegna.

Umfjöllunin ķ upphafi žįttarins um nżjar bękur var ekki bošleg. Gagnrżnendurnir og žįttastjórnandi tölušu nišur til höfundanna og ég sat eftir meš tilfinninguna aš žeim hefši leišst lesturinn. Žaš hvarflaši jafnvel aš mér aš žeim leiddist oft aš lesa bękur, žvķ nś er oršinn til frasinn, aš frįsögnin žurfi aš vera į žann hįtt aš lesandinn nenni aš fletta. Žįttastjórnandi greip allt of oft inn ķ tal višmęlenda sinna, žaš var eins og allir vęru ķ tķmažröng.

Žįtturinn lyftist žó  allur žegar fjallaš var um Žórarin Eldjįrn. Žakka skyldi. Žórarinn stendur alltaf fyrir sķnu. Hann hefur skrifaš ķ 40 įr og lagt sitt aš mörkum til ķslenskrar menningar. Flest skólabörn žekkja Žórarin Eldjįrn og kunna aš meta hann. Žaš var gaman aš hlusta į hann tala um lķf sitt og skįldskap. Žaš var lķka gaman aš hlusta į samferšafólk hans. En ég saknaši žess aš ekki var minnst į hlutverk hans sem žżšanda. Gleymdist žaš eša į aš fjalla um žaš sķšar? 

Samtališ viš Steinar Braga var afar vel heppnaš. Steinar Bragi var hreinskilinn og stendur vel meš sjįlfum sér og sķnum bókum. 

Nišurstaša: Žessi umfjöllun un nżgręšingana var žó aš žvķ leyti góš aš ég mun strax į morgun panta žessar tvęr bękur til aš sjį hvort ég nenni aš fletta. 

Og svo er nįttśrlega hitt vandamįliš, sem ég žekki betur. Žaš er žegar bękur verša of spennandi og mašur getur ekki stillt mig um aš kķkja ķ endirinn. Žetta kom sķšast fyrir mig ķ fyrradag, žegar ég var aš lesa Gunnars sögu Keldugnśpsfķfls.  Ég sofnaši ekki fyrr en ég las sögulokin. 

M


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nżjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 63
  • Frį upphafi: 188991

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband