Hjarta kennarans

Eftir að hafa lifað og hrærst í menntamálum í yfir 40 ár bar ég nokkurn ugg í brjósti hvernig gengi að kveðja þennan vettvang, fylgjast sátt við af hliðarlínunni og hefja nýtt líf. Eða þannig. Það kom mér meira að segja á óvart hvað þetta varð mér í reynd auðvelt og hvað ,,nýja lífið" er áhugavert og gefandi.

Einstaka sinnum fæ ég þó í mig viss ónot, ég fæ verk fyrir brjóstsmalirnar, mitt gamla kennarahjarta  fer að slá óreglulega. Þá veit ég að mér finnst eitthvað verulega mikið að inni á vellinum.

Nú er það glæfraskapurinn með framhaldsskólann sem fer fyrir brjóstið á mér. Hér er rétt að stinga því inn að vinna mín að skólamálum, varðaði oftast nemendur sem af ýmsum ástæðum áttu erfitt uppdráttar í skólakerfinu. Það var starf mitt.  Ég kom að vinnu með fjölmörgu öðru fólki, sem leituðu lausna fyrir þennan hóp. Ég er ekki viss um að allir geri sér almennt grein fyrir hvað þessi hópur er fjölbreytilegur. En það sem gerði starfið svo oft gefandi var að oft fundust leiðir þegar öll sund virtust lokuð og oft varð ég vitni að miklum framförum og persónulegum sigrum einstaklinga. 

 Eitt af stöðugu áhyggjuefnum þeirra sem vinna með nemendur sem þurfa stuðning eða sérstakar lausnir, er hvað taki við að loknum grunnskóla. Hvað passar mér hugsa nemendurnir, hvað passar mínu barni hugsa foreldrar. Framhaldsskólarnir hafa nú á síðari árum margir hverjir lagt sig fram um að mæta þessari þörf en öll þróunarvinna tekur tíma.

En oft tefjast þessir nemendur á leið sinni í gegnum menntakerfið og eðli málsins samkvæmt þurfa þeir lengri tíma. Þess vegna finnst mér nú þyngra en tárum taki að fylgjast með yfirlýsingum menntamálaráðherra og að hvergi virðast örla á skilningi á því að það er verið að skerða eitt af ekki of mörgum bjargráðum sem voru til staðar í framhaldsskólakerfinu, það er verið að þrengja tímatakmörk. Það við blasir að stóra vandamál framhaldsskólanna hjá okkur er, of mikið brottfall og að allt of nemendur útskrifast og ráðherra leggur það eitt til að stytta námið. 

Það er í raun rangt að líta á vandamál framhaldsskólanna, vandamálið er okkar allra. Við erum að tala um kynslóðina sem tekur við, sem erfir landið. Það þarf að vinna að úrbótum í samvinnu við skólafólk, þá sem þekkja best til. 

 Hann orðaði það vel skólamaðurinn sem rætt var við í sjónvarpinu í gær sem sagði að raunveruleikinn á bak við hvert og eitt brottfall væri oft flóknari en menn gerðu sér grein fyrir. Þetta kannaðist ég vel við, það var eins og ég væri komin aftur í vinnuna. Mitt gamla kennarahjarta tók aukaslag.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 186944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband