Fjárhagsvandi þjóðarinnar- Lausn for ever

 

Allt í einu birtist hún mér lausnin, á fjárhagsvanda þjóðarinnar.

Ég hafði ekkert verið að hugsa neitt um hann. Þvert á móti, fullkomlega afslöppuð. Ég var á leið í matarboð til vinkonu minnar sem býr vestur á Melum. Leiðin lá framhjá holunni þar sem einu sinni átti að rísa hús íslenskrar tungu, Þjóðarbókhlaðan mér á hægri hönd. Þá skyndilega kom lausnin til mín.

Við seljum íslenskuna. Við eigum ekkert dýrmætara, það hlýtur að fást gott verð. Við höfum hvort sem ekki ráð á henni. Og þá munu kaupendur sem við veljum, auðvitað, byggja reisulegt hús í holunni og Melarnir munu blómstra sem aldrei fyrr.

Af hverju hefur engum dottið þetta í hug fyrr. Fjárhagsvandi okkar mun gufa upp því nýir eigendur íslenskunnar munu að sjálfsögðu sjá hag sinn í að reka öflugt ,,Ríkisútvarp" og skólakerfi fyrir þjóð sem talar þetta einstaka, fágæta mál.

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband