Söngur fuglanna hefur ekki breyst

Þar sem ég er stödd í mínum gömlu heimahögum, Norðurdal i Breiðdal, notaði ég tækifærið og skokkaði smávegis, ég hef ekki enn gert upp við mig hvort ég hlaupi hálfmaraþon. Veðrið var eins og best verður á kosið og fuglarnir sungu fyrir mig. Mér fannst það merkileg upplifun að hlaupa í þessum dal sem er að tæmast af fólki, áður fyrr var þar svo mikið líf og ungu mennirnir spiluðu stundum fótbolta á Eyrunum. 

Ósjálfrátt fór ég að hugsa um hvernig væri hægt að stuðla að því að byggð héldist í þessum fallega dal og og ósjálfrátt fór ég að hugsa um forsætisráðherra, þetta er nú einu sinni hans kjördæmi. Hugurinn er svo frjáls og óheftur þegar maður skokkar.  Og allt í einu sló þeirri hugmynd niður, að ég myndi bara eftir einum manni sem hefði áður ætlað leys fjárhags og byggðavanda ríkis með nauðungarflutningum á fólki. Samtímis hugsaði ég, það er ekki rétt að hugsa svona, þér væri nær að hugsa eitthvað uppbyggilegt. Ekki segja nafnið, hugsaði ég. 

Það er gott að hugsa og skokka og um leið og ég slökkti á nafninu sem ekki má segja, vissi ég hvað forsætisráðherra ætti að gera fyrir kjördæmið sitt. Hann á auðvitað að bæta netsambandið. Af hverju bætir hann ekki netsambandið? Fólk er lokað inni.  

Það er gott að hlaupa í Breiðdalnum og tveir af bestu langhlaupurum ÚÍA eru úr Norðurdal eins og ég en það var fyrir mína skokkaratíð. Fuglarnir hafa sjálfsagt sungið líka fyrir Guðmund Jónsson frá Þorvaldsstöðum og Þóri Bjarnason frá Dísastaðaseli þegar þeir hlupu. 

Ég er viss um að fuglarnir myndu líka syngja fyrir ráðherrann ef tæki sig til og skokkaði í kjöridæminu sínu og þá fyndi hann eflast betri lausnir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bergþóra, þegar ég las þessa hugleiðingu þína höfðum við Tóta nýlokið kvöldverði hér í Cartagena við Karabískahafið, með frönskum hjónum á eftirlaunum. Þau hafa ekið um Suður-Ameríku endilanga frá suðri til norðurs og dreymir um að aka um Ísland nú þegar fer að hilla undir ellina. Áður en við kvöddumst spurðu þau hvort á Íslandi væri einhverntíma bjart allan sólarhringinn. Þá rifjuðust upp sumarnætur í öðrum dal nokkru sunnar en þinn dalur er, hann heitir Þórisdalur í Lóni, en bærinn sem þar stóð var oftast kallaður Dalur, þótt hann héti Þórisdalur líkt og dalurinn sem hann stóð í. Ég lýsti fyrir þeim sumarnóttum þegar ég gekk einsamall út í náttúruna og hlustaði frá náttmáli að rismáli. Upp úr miðnætti fóru raddir fuglanna að þagna og jarmið í kindunum, þar til öll hljóð dýra voru þögnuð og náttúran sofnuð. Svo svaf hún um nokkra stund. Á neðan náttúran sefur heyrast engin hljóð önnur en árhljóð og niður í læknum. Nokkru fyrir rismál heyrist eitt og eitt hljóð frá fugli, svo annað og annað, brátt heyrist kind jarma, svo lamb. Náttúran er að vakna. Er nokkuð yndislegra, nam eyra þitt nokkuð fegra en náttúruna sofna og vakna um bjarta sumarnótt. Ekki veit ég hvort bjartar sumarnætur geta bjargað byggðinni í dalnum þínum, en sammála er ég þér um að netvæðing hjálpar.

Halldór Árnason (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 04:13

2 identicon

Gaman að heyra frá þér Halldór og nýr fróðleikur fyrir mig að Dalur héti í raun Þórisdalur. Ég er ekki mikið kunnug í Lóninu þótt ég eigi ættir að rekja þangað. En ég fer þarna um a.m.k. árlega á ferð í Breiðdalinn. Varðandi nýtingu landsins, nú á ferðannaimum, væri margt vitlausara en að bjóða fólki upp á að hlusta á fuglanna í vor- eða sumarmóttinni. Og sem skokkaði finnst mér bráð upplagt að gera út á skokk . Kannski vandamál með að rukka inn. Em menn borga fyrir norðurljósin

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 13.7.2014 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband