Rótað i fortíðinni

Hef notað þjóðhátíðardaginn til að róta i fortíðinni, i bókstaflegum skilningi. Ég nýt þeirra vafasömu forréttinda að hafa mikið geymslupláss, tvær geymslur. Þegar við fluttum úr sveitinni á sínum tíma rótuðum við þangað inn öllu því sem við vorum ekki beinlínis að nota og síðan hefur ýmislegt bæst við. Nú er hvorug geymslan manngeng fyrir ,,drasli".

Ég veit ekki nákvæmlega hvaðan ég fékk styrk til að gera eitthvað í málinu en er að vinna í málinu.  Búin að fara eina ferð i Sorpu og búin að afhenda Góða hirðinum nokkra poka af fötum sem mér fannst mikil eftirsjá, en ég hef ekki notað þau í 20 ár. 

Viðleguútbúnaður frá Hornstrandatímabilinu er allfyrirferðarmikill. Ég þarf að ræða þetta við manninn en mér finnst frekar ólíklegt að við eigum eftir að ganga oftar frá Dröngum i Hlöðuvík með allt á bakinu. Og svo er þetta auk þess margt orðið úrelt. Sama gildir um kassetturnar og vídeókassetturnar. Við eigum ekki einu sinni tæki til að skoða hvað er á þessu. En það er sjálfsagt eitthvert dýrmæt.

Bækurnar eru þó erfiðastar viðfangs. Þegar ég opnaði kassa með gömlu námsbókunum minum frá Uppsölum voru mín fyrstu viðbrögð að sakna bóka sem ,,áttu" að  vera þar. 

Árangur dagsins er að dóttir mín fékk tvo kassa með barnabókum og einn kassa með gömlu legó og nokkrar John Irving bækur. Ég tók nokkrar Kurt Vonnegut bækur með mér upp, ég á enn langt i land við að geta kvatt hann. Ég veit ekki heldur hvað ég muni gera við kassann með gömlu Neistablöðunum.   

 

En af því það er þjóðhátíðardagur hugsa ég um fullveldið, ég er frá tímabili konungsdæmisins. Í mínum uppvexti voru svona geymsluvandamál óþekkt. Það var aldrei neinu hent og kannski ekki alltaf svo mikið til. En það er kannski ekki svo vitlaust að gefa sér tíma til að róta í fortíðinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband