Stúlka með maga:Þórunn Erlu Valdimarsdóttir

Hef lokið við að lesa bók Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur en er enn á valdi sögunnar. Ég er meira að segja búin að draga fram fyrri bók höfundar, Stúlka með fingur, sem mig grunaði að tengdist efninu og komst að því að sá grunur reyndist vera réttur.

Stúlka með maga er skrýtin bók, hún er engu lík. Í henni er urmull af fólki, ég hafði heyrt af þessu frá öðrum og grunaði að Þórunn væri hér að nýta sér forna hefð ættartala sem ég veit af reynslu að enginn skyldi hundsa, því annars nær hann aldrei utan um efni og átök frásagnarinnar. Ég lagði mig því  eftir nöfnum og bjó mér í huganum til töflur um skyldleika.  Það reyndist mér vel. En það var ekki bara þetta sem gerði bókina sérstaka heldur ekki síður hitt, að sögumaður talar stöðugt til okkar í núinu (svona inn á milli) og kemur með athugasemdir, sem ekki eru alltaf auðskiljanlegar. Ég þurfti stundum að staldra við og lesa endurlesa. Oft hló ég. Þetta fannst mér gaman.

En þetta var erfið bók því hún er saga margra kynslóða og fer fram og til baka í tíma og maður þurfti stöðugt að gæta að á hvaða öld maður var staddur, á hvaða stað og hvernig tengist nú aftur þessi persóna sögumanni. En það var samt ekki þetta sem truflaði mig mest, heldur var það hvað ég átti erfitt með að ríghalda í það að sögumaðurinn er eða á að vera móðir Þórunnar en ekki hún sjálf (höfundurinn). Rödd Þórunnar og tungutak hljómaði svo sterkt inn í höfði mér að ég gleymdi mér. En lesandinn þarf að muna að það er móðirin, veik af krabba og sem segir sögu sína um leið og hún er að sætta sig voðaleg örlög sín og gera upp líf sitt.

Mér fannst þetta góð bók, þótt ég þyrfti talsvert fyrir henni að hafa. Ég velti fyrir mér hvernig höfundur hafði hugsað hana. Mér fannst hún vera eins og teppi ofið úr garni af ólikum toga, sumt var í sauðalitunum, annað glitraði og sumstaðar grillti í perlur sem voru ofnar inn í voðina.

Ég veit að ég er hreint ekki hlutlaus í dómum mínum um þessa bók. Hún gerist að stórum hluta í sveit og þar finn ég mig heimakomna, velkomna. Og hún fjallar mikið um fólk á Snæfellsnesi og þar þekki ég mig líka vel, þar voru heimkynni afa og ömmu drengjanna minna og þar var þeirra frændgarður. Ég gat ekki stillt mig um að fá lánaða bók með sveitalýsingum á Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar segir af ,,mínu" fólki í Borgarholti. Í þessari bók er notað stafrófið til að halda reiður á systkinahópnum og upptalningunni lýkur á S (broddstafir ekki meðtaldir). Afi sögumanns Stúlka með maga (langafi Þórunnat) ólst upp í Borgarholti en það var fyrir tíma Þórðar og  Sesselju afa og ömmu drengjanna minna. En þetta var útúrdúr (en alveg í anda Þórunnar). 

Mér finnsy Þórunn vera að leitast við að svara spurningunni, hver er ég og hvernig varð ég ég. Eða er það mamma hennar sem er að hugsa þetta?

Ég vona að það sé ljóst að mér fannst mikið í þessa bók spunnið og að hún verðskuldaði tímann sem fór í að lesa hana og erfiðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 187435

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband