Appelsínur frá Abkasíu: Vera Hertzsch, Laxness og hreinsanirnar miklu

jon_olafssonÞað eru meira en tvö ár síðan ég hlustaði á Jón Ólafsson halda fyrirlestur um Gúlakkið og konurnar uppi í Háskóla Íslands. Hann sagði frá bók sem hann var með í smíðum og sýndi nokkur yfirlitskort til skýringar efninu og myndir. Kortin sýndu dreifingu fangabúða í Sovétríkjunum, vinnubúðir sem nú ganga undir samheitinu Gúlag og myndirnar voru sömuleiðis frá þessum stofnunum. Dreifingin, kannski væri réttara að tala um þéttleika, kom mér á óvart og ekki síður hversu margar þessara búða voru í Evrópuhluta Ráðstjórnarríkjanna. Ég hafði áður ímyndað mér að þær væru flestar í austurhluta í Síberíu. Allt í einu skildi ég að þannig var þetta auðvitað, því nálægt þéttbýlustu svæðunum var hagkvæmast að reka þær, þær þjónuðu veigamiklu hlutverki í framleiðslukerfinu og uppbyggingu þessa víðfeðma ríkis. Ég ákvað strax meðan ég hlustaði á fyrirlesturinn að þessa bók ætlaði ég að lesa.

Og loksins kom ég því í verk, ég tók hana með mér austur í Breiðdal, ásamt bókinni um Stalín sem ég hef lengi glímt við. Það er mikill munur á þessum tveimur bókum þótt að hluta til fjalli þær um sama efni og stangist alls ekki á. Önnur, bókin um Stalín, fjallar fyrst og fremst um persónur og ég saknaði oft að fá ekki tækifæri til að skoða sögur þeirra í víðara samhengi. Jón lætur reyndar líka ákveðnar persónur í aðalhlutverk, því eins og nafn bókarinnar gefur til kynna eru það Vera Hertzsch og Halldór Laxness sem fara með þessi lykilhlutverk. En í raun er það sagan sem er í aðalhlutverkið, saga fólksins sem sem trúði því í einfeldni sinni að það væri hægt að skapa betri og réttlátari heim, þetta er sagan um manneskjur sem byltingin sveik og fólkið sem stóð álengdar tvístígandi og hafðist ekki að.

Eins og höfundur bókanna um Stalín, Montefiore, sviðsetur Jón sögu sína. Hann segir frá fundi Halldórs og Veru sem tengdist okkur Íslendingum vegna þess að hún hafði eignast litla stúlku, Erlu Sólveigu,  með íslenskum námsmanni í Moskvu, vini Halldórs. Fyrsta senan er frá heimili Veru, hún hefur boðið Halldóri í mat og hann færir henni appelsínur sem hann hefur fengið að gjöf og fulltrúar kerfisins koma til að handtaka Veru. Halldór forðar sér af vettvangi, gat sjálfsagt lítið gert enda liggur "glæpur" hans ekki í því heldur í því hvernig hann túlkar þennan atburð. Halldór fyllti flokk margra sem trúði því að það sem stjórnvöld gerðu í Ráðstjórnarríkjunum væri nauðsynlegt til að tryggja framgang einhvers sem væri miklu stærra en lí fog örlög nokkurs einstaklings. Hann fyllti flokk þeirra sem trúði því að tilgangurinn helgaði meðalið. Vera er örvingluð og ráðalaus, hún var sannfærður sósíalisti og hafði það eitt sér til saka unnið að vera eiginkona manns sem einnig hafði verið ákærður og tekinn af lífi fyrir upplognar sakir.

Vera og litla dóttir hennar fara í fangabúðir og hvorugri þeirra auðnast að komast þaðan út aftur. Þær eru í bókinni fulltrúar fórnarlambanna. Reyndar vitum við ekki mikið um þær mæðgur, um þær liggja engin gögn nema þær fátæklegu færslur sem finna má í gögnum fangelsiskerfisins. En margir fangar og þá sérstaklega konur skrifuðu minningar sínar frá fangabúðarvistinni og Jón notar þessar sögur og gögn til að geta sér til um líf Veru og dóttur hennar. Jafnframt rekur hann sögu þrælkunarbúðanna, Gúlagsins.

Þetta er frábærlega vel skrifuð bók. Hún er allt í senn, fræðandi, spennandi og sorgleg. Merkilegust finnst mér hún þó vera fyrir hugleiðingar Jóns um stöðu okkar, fólksins og ábyrgðina sem felst að því að vera manneskja. Og þá sérstaklega ábyrgðina sem fylgir því að vera frjáls og upplýst manneskja og nauðsyn þess aðn rísa upp gegn óréttlæti þegar þess gerist þörf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 187443

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband