Með Stalín á Austfjörðum

 

NADEZH~1stalin_posterÞegar kemur að því að hafa stjórn á bókavali er stundum eins og mér sé ekki sjálfrátt. Hvað eftir annað "lendi ég í því" að hefja lestur á löngum bókum sem eru svo óhuggulegur lestur að þær lát mig ekki í friði. Þannig var með Biblíuna og þannig er með bækurnar um Stalín sem ég hef nú lokið. Fyrst las ég Stalín unga og svo lauk ég við að lesa ævisögu Stalíns í sveitasælunni fyrir austan.

Þessar bækur eru eftir sagnfræðinginn Simon Sebag Montefiore og ég hef áður vikið að þeim í pistlum. Bókin sem ég var að ljúka við og ég las á sænsku heitir á því máli STALIN den röde tsaren och hans hov (STALÍN, rauði keisarinn og hirð hans). Hún fjallar um tímann frá 1927 þegar Stalín var orðinn valdamesti maður Sovétríkjanna fram til dauða hans. En hún fjallar ekki bara um Stalín heldur einnig um fólkið í kring um hann, um fjölskyldu hans, vini og samstarfsmenn. Höfundur segir sjálfur að hann ætli sér að komast á bak við það sem hann kallar mystikina um Stalín og það gerir hann með því að fara ofan í saumana á ýmsum sögnum um persónulegt líf þessa manns og fólksins í kring um hann.

Bókin hefst á frásögunni af Nödju, síðari konu Stalíns og veislunni sem "hirðin" sat sem lauk með því að Nadja svipti sig lífi. Höfundurinn sviðsetur þennan atburð og notar um leið tækifærið til að rekja aðdraganda hans og kynna til sögunnar veislugesti sem allir eiga síðar eftir að koma við sögu. Það er trúlega þessi leikni höfundar til að sviðsetja sem gera bókina svo læsilega, spennandi. Hann tínir líka til fjölmargt sem ég held að hljóti að flokkast undir slúður og oft á tíðum fór það í taugarnar á mér, sérstaklega af því það virðist sem höfundur sé furðuógagnrýninn hvað það snertir. Reyndar geri ég mér fyllilega grein fyrir að það hefur verið slúðrað þar og þá rétt eins og núna en en er gamalt slúður eitthvað merkilegra en nýtt? Sérstaklega þótti mér miður hvað höfundur var eins og aftan úr öldum þegar kom að því að segja frá hlut kvenna, þetta er nú sagnfræði fyrir nútímafólk!

Sagan um Stalín og hirð hans er mikil sorgarsaga. Eða hvaða orð hæfir betur sögu um þessa hræðilegu ógnartíma þegar það virðist sem nokkrir menn hafi getað í senn eyðilagt væntingarnar fyrir betra líf fjöldans og sitt eigið líf með stöðugri grimmd og ofsóknarbrjálæði. Enginn er öruggur um líf sitt, allir lifa og deyja í sífelldum ótta. Mér fannst erfitt að lesa þetta en samt var það merkilegt og gefandi. Átakanlegast er þó þegar Stalín snýst gegn vinum og eigin fjölskyldu. Þarna var Abraham Gamla Testamentisins ljóslifandi kominn, tilbúinn til að fórna syni sínum en það var bara aldrei neinn hrútur fastur á honunum í hrísrunna sjáanlegur. Þetta er ljót saga.

Ég er fegin að geta lagt Stalín frá mér en ég veit að ég á eftir að draga hann fram og glugga í hann, rétt eins og Biblíuna. Þessi bók lætur þó margt ósagt sem ekki er síður grimmilegt. Þar sem þetta er persónusaga Stalíns og hirðar hans en lítið fjallað um hörmungarnar sem þessi ógnarstjórn leiddi yfir milljónir óbreyttra borgara, um það fjalla aðrar bækur sem ekki er síður vert að lesa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 187306

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband