Suðurglugginn: Gyrðir Elíasson: Tær snilld

Það er svo merkilegt með bóklestur að oft fellur manni við bækur og höfunda án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Ég held t.d. að mér hafi alltaf fallið vel við bækur Gyrðis, alla vega man ég ekki eftir neinni undantekningu frá því. Ánægja mín með bækur hans byrja alltaf strax og ég sé þær, þær eru svo fallegar að utan og hún heldur áfram að magnast þegar ég handleik þær, það er svo gott að koma við þær og svo sökkvi ég mér í lesturinn.

Suðurglugginn er lítil saga og það gerist ósköp fátt. Rithöfundur hefur fengið sumarbústað að láni hjá vini sínum og hann er að vinna að því að skrifa bók en skriftirnar ganga ósköp hægt.  Lesandinn fær að vita að þessi bók  á að fjalla um hjón en rithöfundinum gengur illa að blása lífi í þau og þau lifna aldrei almennilega við, finnst honum. En við fáum heilmikið að  vita um höfundinn sjálfan, það er hugarheim hans og það sem hann tekur sér fyrir hendur frá degi til dags en stundum er reyndar spurning um hvort það sé miklu meira líf  í honum  en hans eigin hálfdauðu persónum.

Rithöfundurinn er sérvitringur sem vill ekki nota tölvu við skriftir, heldur  Olivetti ritvél, hann er fáskiptinn, nánast durtslegur og ef ég byggi í næsta bústað við hann væri ég löngu hætt að bjóða honum góðan daginn, hvað þá brosa til hans. En hvað er það þá sem gerir þessa bók svo skemmtilega og heillandi? Ég veit það ekki. Kannski er það stíllinn, málið er svo tært. Kannski er það það innihaldið. Því þótt þessi maðurinn sé bæði fáskiptinn og durtslegur þá eru hugrenningar hans á vissan hátt hrífandi, maður einhvern veginn kannast við þær og hugsað hvað eftir annað, "af hverju datt mér þetta ekki í hug" eða "þetta er alveg eins og ég hugsa".

Nei ég kann ekki að útskýra af hverju ég heillast af bókum Gyrðis og það  er allt í lagi. En oft vildi ég að þær væru lengri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 187246

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband