Die Apothekerin eftir Ingrid Noll: Ķsmeygileg glępasaga

Ingrid Noll

Die Apothekerin eftir Ingrid  Noll er ķsmeygileg moršsaga.  Žaš er lyfsalinn/lyfjafręšingurinn sjįlfur sem segir söguna, hann er kona. (Mikiš eiga nś Žjóšverjar gott aš žeir žeir žurfa  aldrei aš vera neitt aš vandręšast meš kyn starfstétta, žeir bęta einfaldlega in-endingunni viš ef um konu er aš ręša). Hśn liggur į sjśkrahśsi į kvenlękningadeild vegna įhęttu ķ mešgöngu og til aš stytta sér stundir segir hśn stofufélaga sķnum Frau Hirte, frį lķfi sķnu. Hśn veltir žvķ einig fyrir sér aš slķk frįsögn geri henni gott og rétt eins og žegar sjśklingur segir sįlfręšingi frį lķfi sķnu. Og lķf hennar hefur vęgast sagt veriš ęvintżri lķkast, eša martröš.

Lyfjafręšingurinn Hella Moormann lķtur į sig sem fórnarlamb. Žegar hśn var 12 įra varš henni į, fyrir slysni, aš verša völd aš dauša bekkjarbróšur sķns. Hśn į góša og umhyggjusama fjölskyldu sem hjįlpar henni ķ gegnum erfišleikana en af frįsögn hennar mį rįša aš hśn į ķ erfišleikum meš aš tengjast fólki, sérstaklega karlmönnum og hśn į bara eina trausta vinkonu. Žessi vandręši hennar verša  til žess aš hśn lašast aš fólki sem į lķka ķ vandręšum, fyrst og fremst óreglufólki. En frįsögn hennar fjallar žó mest um samband hennar og Levins sem er ónytjungur sem į rķkan afa. Ķ fyrstu hafši ég mikla samśš meš žessari konu og beiš eftir žvķ aš hśn losaši sig viš žennan augljóslega ómögulega elskhuga sem lifši į henni. Og žaš gerši hśn reyndar en ekki į žann hįtt sem ég hafši haldiš. Žaš kemur nefnilega ķ ljós aš hana langar ekki bara til aš koma reglu į lķf sitt og eignast barn/börn, hśn vill lķka gjarnan eiga stórt einbżlishśs til aš ala žau  upp ķ. Henni og sambżlismanninum kemur saman um aš žaš sé algjör óžarfi aš afinn sem er aldrašur lifi įfram ķ žessu stóra og fķna hśsi.  

Afinn lifir ekki lengi eftir žetta og Hella og Levin flytja inn ķ villuna en žį kemur ķ ljós aš mašurinn  sem hśn elskar tengist rįšskonu afa sķns nįnar og į annan hįtt en Hella hafši gert rįš fyrir og hann er reyndar lķka flęktur ķ vafasöm višskipti meš sambżlismanni hennar, ž.e. rįšskonunnar. Svo žaš er margt fólk sem žvęlist fyrir žessari ljśfu og konu sem er haldinn atvinnusjśkdómi lyfjafręšinga sem lżsir sér ķ mikilli nįkvęmni og aš vilja hafa allt ķ röš og reglu.

Kvöld eftir kvöld fęr Frau Hirte aš hlżša į frįsögn hennar og  sögumašur veit ekki alltaf hvort  hśn er vakandi eša sofandi. Eftir žvķ sem lķšur į frįsögnina hef ég minni samśš meš vesalings lyfjafręšingnum en hśn lķtur greinilega į sig sem fórnarlamb eša žolanda. Žetta er ķsmeygileg saga um morš frį öšru sjónarhorni en mašur į aš venjast.

Ingrid Noll er žekktur höfundur ķ heimalandi sķnu og sumar sögur hennar, m.a. žessi, hafa veriš kvikmyndašar. Ég sį į Gegni aš žaš er til diskur einmitt meš žessari sögu ķ Žóšarbókhlöšunni og vķšar. Ef ég hefši įtt videótęki ķ lagi hefši ég veriš bśin aš nįlgast eintak.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 69
  • Frį upphafi: 187469

Annaš

  • Innlit ķ dag: 4
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir ķ dag: 4
  • IP-tölur ķ dag: 4

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband