Gleðilegt sumar

Það er fyrsti sumardagur í dag. Það er ekki nóg með að ég fagni sumri heldur gleðst í í hjarta mínum yfir þeirri sérstöku gæfu sem við njótum Íslendingar að halda þennan dag hátíðlegan, hafa frí og tækifæri til að halda upp á sumarkomuna hver með sínum hætti. Ég vona að okkur takist sem lengst að halda öllum okkar helgidögum og finna þeim göfug markmið.

 Ég fór með manni, dóttur og dótturdóttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og sá bæði dýr og fjölskyldur. Það eru enn engin lömb sýnileg en nokkrir kiðlingar. Barnabarninu fannst mest gaman í Vísindatjaldinu og ég er hrædd um að ég fái kannski í bakið vegna þess að ég var að reyna að slá fjölskyldumet í krafttogi.

 Eftir að hafa skoðað dýrin fór ég í Blómaval til að kaup fræ. Ég er einstaklega bjartsýnn ræktandi því eina "landið" sem ég hef að sá í eru svalapottar og það er ekki auðvelt að rækta á svölum á 3. hæð í blokk þar sem gnauða harðir vindar. En þetta gefur mér ánægju. Ég ætla að rækta kryddjurtir og blóm. Stundum hef ég líka ræktað trjáplöntur en sjaldnat tekist að halda þeim lifandi yfir veturinn. Það er svo sem allt í lagi því það eru takmörk fyrir því hvað það er hægt að hafa hávaxin tré á svölunum og enn hefur ekki reynt á neinar reglugerð eða lög um fjölbýlishús.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og GLEÐILEGT SUMAR.. GOTT AÐ LESA ÞIG Á NETINU AFTUr BERGÞÓRA MÍN .. saknaði þín , ef það er hægt að sakna ykkar (á neti) sakna ykkar nú meir í raunveruleika  ég hef líka verið með neikvæðan hug til Bloggs og nenni ekki einu sinni að klára ferðasögu frá Egyptalandi sém vantar bara endirinn á í augnablikinu...og eins og fólk segir mér verð ég að skrifa ferðasögu bræðra til TX um páska líka .. en andinn verður að koma yfir mann og hugsanir út í fingur.. eða þannig - En hvað ég var sammála þér um fólk árið 70 og hina sönnu 68 kynslóð - en heyrumst fljótt og sjáumst í maí

Mágkona í TX

Oddny Ólafsdottir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:00

2 identicon

Fræ það er eitthvað skemmtilegt er núna með morgunfrúr og sólblóm og ymislegt annað í eldi er svo bráðheppin að hafa kalt gróðurhús það verður seint barið úr manni að finnast gaman að sjá eitthvað spíra og vaxa.

kveðjur

Gréta

Gréta (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 187256

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband