Frásagnir af Þögla : Cecil Bødker

 B42FB887-88A8-4110-92A8-6B2E30656564

Frásagnir af Þögla

Í gamla daga þegar ég var ung fylgdust nær allir með sögum sem lesnar voru í útvarpið. Frásagnir um Þögla er ein af þeim. Hún var lesin 1986 og það er Nína Björk sem les en hún er einnig þýðandi sögunnar. Bókin er eftir danska höfundinn Cecil Bødler. Bækur sem lesnar hafa verið í útvarp eru gjarnan aðgengilegar í HBS.

Það var fyrir algjöra tilviljun að ég rakst á þessa bók á ráfi mínu um vef HBS. Þetta er áhugavert hugsa ég úr því Nína Björk hefur valið hana til að þýða og lesa í útvarp. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.

Sagan

Allt í einu er ég komin í annað land. Til Danmerkur,held ég. Drengurinn, sem gengur undir nafninu Þögli er að uppgötva sjálfan sig og heiminn. Hann hefur hlustað á önnur börn tala um mömmu og pabba og dettur þá allt í einu að hann hljóti einnig að eiga foreldra. Hann hefur alist upp hjá ömmu sinni og spyr hana. Auðvitað átt þú móður segir hún, allir eiga móður. Maður fær að fylgjast með nokkrum samtölum þeirra í sögunni, þau eru sérstök. Allt er sérstakt i þessari bók. Lesandinn fær að fylgjast með nokkrum svipmyndum úr ævi Þögla, fær að sjá hann þroskast.

 Þetta er dásamleg bók, ekki síst fyrir það sem er látið ósagt.

Nína Björk

Sjálfsagt á Nína Björk sinn þátt í því, hversu gaman og gott fyrir sálina er að hlusta á söguna um Þögla. Það var hún sem valdi söguna, þýddi hana og les. Ég veit ekki hvort þessi saga var einhvern tíma gefin út sem bók . Grunar að svo sé ekki. Hvað sem því líður er þessi litla saga perla.

Um höfundinn

Cecil Bødker er danskur rithöfundur, fædd 1927 og dó 2020. Hún hefur alveg farið fram hjá mér, þó las ég talsvert af dönskum bókum hér áður fyrr. Það var auðvelt að finna þær í bókabúðum. Nú virðist sem bækur á ensku hafi tekið við. Ef leitað er að bók á norðurlandamáli finnur maður hana á nsku. Hér er best að slá botni í þennan pistil, ég er komin langt frá efninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 187222

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband