Lestur er lífsgæði: Skrifað í bið eftir að lesa Zacharias Topelius

 image

Lestur er lífsgæði. Þetta hugsaði ég þegar mig rak í strand með að lesa Sögur herlæknisins eftir Zacharías Topelíus. Minn lestur, ef lestur skyldi kalla, er háður aðgengi að hljóðbókum, ég hlusta. Auðvitað er þetta ekki það sama og að lesa sjálf, en ég er farin að læra á það og sætta mig við. Það kom í ljós að aðeins fyrsta bókin af þremur var til innlesin hjá Hljóðbókasafni Íslands. Ég varð að skilja við Sögur herlæknisins í þann mund sem hann var að fara að segja frá hrapallegum hamförum Karls XII.

Ég hafði samband við hljóðbókasafnið og bað um að verkið yrði lesið í heild sinni, reyndi að tjá mig um vandkvæði sem koma upp í sálarlífinu þegar maður verður að stoppa í miðri bók. Veit ekki hvort það tókst eða hvort sálarlíf mitt skiptir máli í bókavali þar á bæ.

Til að bregðast jákvætt við ákvað ég að lesa Sigurhæðir, bók Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur, um Matthías Jochumsson,en það er hann sem þýddi Sögur herlæknisins á sínum tíma.Ég hugsaði oft til Matthíasar meðan ég var að lesa Sögur herlæknisins, um hvílíkt afrek það er að koma þessari bók til skila á sínum tíma. Ég á eftir að segja ykkur frá Matthíasi. Mér finnst sú bók ætti að vera skyldulesning í Guðfræðideild og kannski víðar.

Þetta var góð ákvörðun. Ég var ekki fyrr farin að lesa um Matthías, en ég var dottin inn í efnið. Ótrúlega góð bók. Nú hef ég lokið henni. Í gærkvöldi fann ég hvernig fyllti sál mína. Hvaða bók gæti fyllt slíkt tómarúm, heill Matthías og einn þriðji herlæknir eftir Topelíus.

Þá skaut hugmynd niður, ég veit ekki hvaðan. Skyldi vera búið að lesa inn bók Jensens, Carl Johan, Ó, sögur um djöfulskap, sem Ingunn Ásdísardóttir þýddi 2o13 Og viti menn? Hún er innlesin, það er meira að segja þýðandinn sjálfur sem les og það tekur um það bil 40 klukkustundir að hlýða á hana. Þá get ég verið til friðs í þó nokkra daga.

Þessar hugleiðingar voru settar á blað vegna þess að það var ekki fyrr en aðgangur minn að bókum takmarkaðist vegna fötlunar minnar að ég gerði mér fyllilega grein fyrir því að lestur er lífsgæði.

Svona er maður alltaf að læra.

Myndin er af Zacharias Topelisus, sótt á netið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las Sögur Herlæknisins á sýnum tíma (allar 3 ef ég man rétt) yfir jólin þegar í átti að vera að lesa til prófs í háskólanum.  Byrjaði og gat ekki lagt þær frá mér.  Hef leitað að enskri þýðingu en ekki fundið.

Erlendur (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 23:56

2 identicon

Vegna vinnu minnar veit ég að minnsta kosti fyrstu tíu sögurnar eru til upplesnar á Hlusta.is sem er hljóðbókasafn, sem einstaklingar geta gerst áskrifendur að. Ég þarf að skoða málið nánar en ég hélt raunar að allar fimmtán (í þremur bindum) væru komnar inn. Sögur herlæknisins eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum og bent hefur verið á að e.t.v. sótti Tolkien hugmyndir þangað enda er verkið stórvirki. Lesari hjá okkur er Guðmundur Ingi Kristjánsson fyrrum fréttamaður hjá Ruv sem er frábær upplesari. Það er því sannarlega hægt að segja að Sögur herlæknisins eru hljóðbækur sem fólk ætti að veita athygli.

Aðalsteinn Júlíus Magnússon (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 08:28

3 identicon

Mig langar líka að benda á að bók Matthíasar "Sögukaflar af sjálfum mér" er líka í frábærum lestri á Hlusta.is. Þeir sem hafa áhuga á Matthíasi Jochumssyni, presti, mannvini, skáli, þýðanda og eflaust margt fleira ættu að hlusta á þá bók en lesturinn er rúmir þrettán klukkustundir. 

Aðalsteinn Júlíus Magnússon (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 09:38

4 identicon

Þökk fyrir tilskrifin. 

Aðalsteinn það er gott að vita af þjónustu Hlusta.is, sem ég mun nýta mér. Það eru líka til "Hörespil" á sænsku sem er afar líflegt. 

Kveðja

Bergþóra

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband