Kallar hann mig,kallar hann þig: Sigrún Elíasdóttir

image

Mig langar til að segja ykkur frá bókinni Kallar hann mig, kallar hann þig, af því, þegar ég rakst á hana fyrir tilviljun, hafði ég aldrei heyrt á hana minnst. Nú veit ég ekki hvort það var af því að bókin var lítið kynnt eða vegna þess að ég fylgist illa með, en ég var heppin að rekast á hana. 

Bókin hefur undirtitilinn Leitin að afa. Hún kom út 2013 og er 270 blaðsíður. Þetta er að hluta til söguleg aldarfarslýsing um lífið á Barðaströnd og að hluta saga einnar fjölskyldu sem er rakin frá byrjun 20. aldar. Höfundurinn, Sigrún Elíasdóttir rekur ævi afa síns, Jóhannesar Arasonar út frá kynnum sínum af honum sjálfum, viðtölum við fólk og út frá heimildum. Frásagan er einlæg og nærgætin og höfundur gerir um leið grein fyrir sjálfri sér og sínu lífi. 

Jóhannes er fæddur í Seljalandi í Gufudalssveit (1913 og dóó 2009). Þótt ævisaga hans sé þráðurinn sem heldur sögunni saman, er þetta breið saga um fjölda fólks. Það er sagt frá staðháttum og hvernig samfélagið var þá. Svo ólíkt er þetta okkar samtíð að þetta er eins og að heimsækja framandi land.

Undirtitill bókarinnar er Leitin að afa. Í raun er hún að grafast fyrir um líf afa síns sem hún þekkir og þekkir ekki. Við gerð bókarinnar notar hún viðtöl við fólk sem þekkir hann og hans gömlu heimaslóðir. Hún notar líka margvíslegar heimildir sem hún gerir grein fyrir. Þessu púslar hún svo saman í samfellda frásögn nokkurs konar þroskasögu sveitpiltsins, sem seinna varð afi hennar. 

Í stað þess að rekja þá sögu, ætla ég að tala um það sem mér finnst allra best gert í þessari bók og vert að taka eftir en það eru verklýsingar hennar á sveitastörfum. Hún gefur gaum að smáatriðum sem máli skipta ef verk á að takast vel og hún lýsir vel samvinnu fólks sem var nauðsynleg ef allt átti að ganga upp.

Þetta er frásagan af því þegar fólk trúði á sjálft sig, landið og framfarir. Þetta voru tímar bjartsýni þrátt fyrir mikið strit og erfitt líf.

Þótt bókin hlýti lögmálum sagnfræðinnar, sviðsetur höfundur atburði og orðræðu. Þetta gerir frásögnina meira lifandi og það verður léttara að innbyrða öll þessi nöfn á fólki og örnefni. Þrátt fyrir að höfundur sviðsetji samskipti og atburði, gerir hún alltaf grein fyrir hvenær hún er að skálda í eyður hálf týndar fortíðar og hvenær hún lætur heimildirnar tala. Það liggur mikil vinna að baki þessa verks.

Hér er á ferðinni bók sem forvitinn ferðalangur getur tekið með sér ef hann ætlar að gefa sér tíma til að skoða landið. 

Myndina tók ég af netinu frá Safnahúsi Borgarfjarðar 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Bergþóra og takk kærlega fyrir þessa fallegu umfjöllun. Þetta var fyrsta bókin mín og já, hún var illa kynnt sennilega vegna fjárhagslegra ástæðna, enda fór forlagið Uppheimar í gjaldþrotaskipti eftir jólin 2013, ég vona að  ég hafi átt mjög stóran þátt í því. Ég er úr sveit og finnst sveitastörf og dýrin svo áhugaverð, sem verður sennilega til þess að ég skrifa svona bækur meira fyrir eldri kynslóðina.

Kveðja Sigrún Elíasdóttir

Sigrún Elíasdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2016 kl. 00:48

2 identicon

Sæl aftur, úbbs, ég meinti auðvitað "ég vona að ég hafi EKKI átt mjög stóran þátt í því" varðandi gjaldþrot Uppheima! Vandræðilegt embarassed

Sigrún Elíasdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2016 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband