Svívirt í beinni: Skilum skömminni

image

Ég varð eiginlega sjálf undrandi þegar ég gerði mér grein fyriri því á mótmælafundi á Austurvelli í dag að ég var með grátinn í hálsinum. Ég hef ekki tölu á öllum þeim mótmælafundum sem ég hef tekið  þátt í. Og nú lá mér við gráti meðan ég var að hlusta á ræðu Illuga Jökulssonar. Hann var að tala um skömm. Ég fann til þessarar skammar fyrst í gærkvöldi þegar ég var að horfa á Kastljós. 

Meðan ég var að hlusta á Illuga skildi ég allt í einu hvað var á seyði. Tilfinning mín var af sama meiði og konurnar lýsa efti að þeim hefur verið nauðgað. Þær skammast sín og þó vita þær að sökin er ekki þeirra. Mig langaði að finna öxl til að gráta við. 

Meðan ég hlustaði á Illuga gerði ég mér grein fyrir að mér leið eins og  konunum, stúlkunum, strákunum, líður eftir að hafa verið nauðgað. Forsætisráðherra svívirti þjóð sína í beinni útsendingu í gærkvöldi og ég er hluti af þessari þjóð. Ég er svo náin þessari þjóð.  Ég skammaðist mín en þó vissi ég að þetta var ekki mér að kenna. Þannig vinnur skömmin og þess vegna tala konurnar um að skila skömminni. Eftir ræðu Illuga fann ég að þetta gekk allt upp. Gerandinnn hafði misnotað traust. Hann sá ekki brot sitt og han trúði því meira að segja sjálfur að han hefði gert þetta fyrir þolandann. Hann ætti að vera þakklátur. 

Ég er fegin að ég fór á mótmælafundinn á Austurvelli í dag, það er gott að finna til samstöðu þegar maður hefur verið svívirtur. Kærar þakkir Illugi og þið öll.  

Skilum skömminni.

Myndin er tekin í strætó, eftir mótmælafundinn á leiðinni heim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir þessa færslu. Sona líður þjóðinni, henni hefur verið nauðgað!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.4.2016 kl. 22:22

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Góð lýsing á stöðunni eins og hún sennilega birtist flestum í dag.

hilmar jónsson, 4.4.2016 kl. 22:27

3 identicon

Takk fyrir pistilinn. Gleður mig að vita að ég var ekki ein um þessa líðan. Svona leið mér þegar ég sökk dýpra og dýpra inní sófann og gat samt ekki annað en vorkennt gerandanum. Það er víst kallað Stokkhólmsheilkennið

Kolbrun Hafthorsdottir (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 187285

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband