Cranford: Ferðalag til baka í tímanum

image

Eftir að hafa lesið Ruth, gat ég ekki slitið mig frá Elisabeth Cleghorn Gaskell (1810 - 1865). Í allri umfjöllun um hana er mælt með Cranford sem hennar bestu bók svo ég valdi Cranford. 

Cranford er allt öðru vísi saga en Ruth. Í fyrstu er eins og það sé engin aðalpersóna og framvinda sögunnar er afar hæg. Ég hlusta meðan ég skokka og ég skokka hægt svo þetta passar mér ágætlega, hugsa ég, og skokka áfram. Smám saman næ ég sambandi við lífið í Cranford.

Sögumaðurinn, Mary Smith, er gestur í bænum Cranford og lýsir lífinu þar sem hún sér með gestsauga, sýnist mér. Og þó, hún lifir sig kannski of mikið inn í það sem er að gerast. Það sem gefur frásögninni undarlegan blæ, er að maður veit svo lítið um Mary annað en að hún er ekki heimamaður í Cranford. 

Lífið í Cranford stendur kyrrt. Fólkið sem býr þar lifir af litlum efnum, en þetta eru þó ekki fátæklingar í bókstaflegum skilningi, heldur miðstéttarfólk sem berst í bökkum við að lifa miðstéttarlífi. Ég var nokkra stund að átta mig á að söguþráðurinm liggur aftur á bak en ekki áfram. Ævintýrin hefðu getað gerst en urðu ekki. Sorglegt. 

Persónur eru vel dregnar og trúverðugar og lífsháttum fólks er svo vel lýst, að það er eins og maður sé gestur á blönku miðstéttarheimili, eins og sögumaðurinn. Ég kann ekkert að haga mér innan um þetta fólk. 

Bókin kom út á árunum 1851 - 1853 sem stakar sögur eða þættir í tímariti. Síðar voru þessar frásagnir gefnar út sem bók. Það var því ekkert skrýtið að ég ætti erfitt með að skynja framvindu. 

Eftir þessari sögu hefur verið gerð þáttaröð sem ég brenn í skinninu að útvega mér. Og svo langar mig að fara á slóðir frú Gaskell og skoða húsið í Manchester,  sem hún skrifaði í síðari hluta rithöfundarferils síns. 

Það verður nóg að gera. 

Myndirnar eru fengnar að láni á Wikipedíu.

image

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband