Framúrskarandi vinkona: Kvittað fyrir bók

3_agust_2010_019.jpg

Nú hef ég lokið við að lesa, Framúrskarandi vinkona eftir Elena Ferrante. Þessi bók varð fyrir valinu af tveimur ástæðum. Hún var að koma út og hún er þýdd af sama þýðanda og bókin, Ef að vetrarnóttu ferðalangur. En sú bók fannst mér framúrskarandi. Báðar bækurnar eru þýddar af Brynja Cortes Andrésdóttir. Hún er flink.

Ég er náttúrlega búin að lesa mér til um höfundinn, sem er nokkurs konar Stella Blómkvist Ítalíu, það veit enginn hver hún er. Þessi bók er fyrsta bókin í því sem kallast er Napolí-sögur hennar. Þær fjalla um lífið í Napólí og hefjast á sjötta áratug síðustu aldar. Ítalía er að ná sér eftir stríðið. Fólkið sem bókin fjallar um býr í verkamannahverfi í Napolí og mér (lesandanum) finnst að þetta gæti eins vel verið þorp út í sveit.

Þetta er saga níu fjölskyldna í þessu úthverfi (þorpi) en þó aðallega tveggja telpna, síðar ungra stúlkna. Líf þeirra tvinnast saman.  Þetta eru gáfaðar stelpur sem keppa um að vera bestar í skóla.  Sú sem segir söguna, húsvarðardóttirin (Elena Greco) verður að láta í minni pokann fyrir skóaradótturinni (Lilu Cerullo ). Lila skarar framúr í öllu en  hættir í námi. Elena heldur áfram námi en verður á undarlegan hátt bundin þessari framúrskarandi vinkonu sinni svo  að allt sem hún gerir stjórnast af því hvað hún heldur að hin (Lila) hefði gert.

Öll bókin litast af lífsbaráttu fólksins og fátækt. Þetta er fræðandi, mynd mín af Ítalíu verður önnur . En ég á erfitt með að skilja hversu ósjálfstæð Elena er.

Vinkonunum tveimur er vel lýst og þær verða að manneskjum. Það á ekki við allar persónur í þessari bók en flestar þeirra eru lítt eða ekkert mótaðar. Þetta eru fyrst og fremst n.k. fulltrúar fjölskyldanna sem bókin fjallar um.

Tímabilið sem lýst er, eru æsku og unglingsárin mín og ég ber líf stúlknanna í Napolí stöðugt saman við lífið í Breiðdalnum á sjötta áratugnum. Þetta eru ólíkir heimar. Og þó, í Breiðdalnum stýrðist lífið og samskipti fremur af fjölskyldum en af einstaklingum. En það er meira ofbeldi í þessari bók en í Breiðdalnum í gamla daga. 

En eftir stendur að ég næ því ekki af hverju Elena Greco,var svona ósjálfstæð en það er hún sem segir söguna. 

Þessi bók olli mér vonbrigðum eftir að hafa lesið Ef að vetrarnóttu ferðalangur, en það er kannski ósanngjarnt að bera metsöluhöfundinn Ferrante saman við snillinginn Italo Calvino.  

Ég veit ekki hvort mig langar til að lesa framhaldið, tvær bækur um sömu persónur. En held þó að ég muni freistast til þess. Ef þær verða þýddar og ég lifi svo lengi.

Myndin er af sólblómi á eigin svölum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 187225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband