Svínin okkar

image

Margt fólk á mínum aldri er annað hvort uppalið í sveit eða hefur verið sumarbarn í sveit (ég er komin yfir sjötugt). Sveitin sem við berum í hjarta okkar, er gamla sveitin. Þó vitum við flest betur.

Það hefur svo margt breyst. Það hafa orðið framfarir í landbúnaði, segja menn. En eitt hefur þó ekki breyst og kjör sveitafólks eru enn ekki góð í samanburði við kjör annarra stétta. Þau eru reyndar afar misjöfn og því erfitt að tala um bændur sem einn hóp. 

Þegar ég var barn, var lausnarorðið að það þyrfti að stækka búin. Ég man eftir þessum greinum úr Frey (ég las Frey sem barn), bændur áttu að stækka búin og vélvæðast. Pabbi tók þetta mjög alvarlega og þannig varð það. Skref fyrir skref vélvæðast sveitirnar, hvert skref kostar. Á sama tíma fækkaði fólkinu. En kjörin bötnuðu lítið.

Mér varð bylt við þegar ég sá myndirnar í sjónvarpinu fra íslenskum svínabúum. Ég hélt fyrst að um misskilning væri að ræða, svona lagað gæti ekki gerst á Íslandi. En þetta var ekki misskilningur, næstu viðbrögð mín voru hneykslun. Ég vissi reyndar að margt hafði breyst og hafði sjálf margsinnist hneykslast innra með mér á meðferðinni á sláturfé, sem er keyrt í vöruflutningabílumtil þvert yfir landið til slátrunar. Áður var slátrað heima í héraði og strangar reglur bæði um gripaflutninga og tíma og meðferð í sláturrétt. Þá mátti t.d ekki flytja fé á vörubílspalli án gæslu. 

En aftur að svínunum. Myndirnar sem við höfum séð sýna glæpi og það ber að bregðast við. Það er sjálfsögð krafa. Sjálf mun ég ekki kaupa svínakjöt fyrr en ég hef fengið fréttir af því að það sé búið að gera ráðstafanir sem mark er á takandi. Ég hygg að fleiri en ég hugsi líkt. Það er engin lausn að kaupa erlent kjöt. Við hér í þessu landi, þurfum að komast af hneykslunarstiginu og upphrópunarstiginu á aðgerðastigið (þetta eru löng og erfið orð en þannig er íslenskan). Ég held að við viljum flest að það þrífist landbúnaður í þessu landi, bæði vegna okkar sem neytenda og eins vegna fólksins sem vinnur þar. En það þurfa að verða breytingar. Strax. 

Það er svo sem til lítils að stræka á svínakjöt, ekki batnar meðferð dýranna við það. Hér þurfa stjónvöld að koma að og mikið vildi ég að það gæti orðið samstaða um að laga það sem er brýnast að koma í lag. 

Kannski þarf þessi vara að vera dýrari, og ef svo, þá það. Hver vill vera meðsekur í að kvelja skepnur?

Myndin er af Emil í Kattholti með grísinn sinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband