Eiturbyrlarinn ljúfi: Gamalt fólkið getur þurft að verja sig.

Á sama tíma og ég er að renna í gegnum bókina, Eiturbyrlarinn ljúfi, fylgist ég með umræðu um gamalt fólk. Hvað er í gangi? Bókin Eiturbyrlarinninn ljúfi eftir Artó Pasilinna, kom út í heimalandinu Finnlandi 1988 og á íslensku í fyrra. Áður hafði ég lesið, Á ári hérans og Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð, sem mér fannst frábærar Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað bókin var gömul og lenti í vandræðum, það var eitthvað sem ekki gekk upp. En eftir að ég fann útgáfuárið (1988) var ég sátt. 

Bókin er um gamla ofurstaekkju sem ætlar að njóta elliáranna á fiðsælum stað, hún hefur keypt sér smábýli í finnskri sveit en verður fyrir ofsóknum og kúgun ungra auðnuleysinga og iðjuleysingja sem kúga fé af henni og hafa í frammi skemmdarverk. Þeir eru mættir á svæðið í hvert sinn sem hún fær útborgaðan ellilífeyrir sinn. Og ekki nóg með það þeir hneykslast á því hversu lítill hann er.

Þetta er fyndin og óskammfeilin bók. En sú gamla tekur til sinna ráða. Reyndar kemur í ljós að sú gamla á brogaða fortíð, hún er enginn engill. En í ljósi umræðu um gamalt fólk sem nú er í gangi, tók ég þetta nærri mér og stóð með þeirri gömlu. Aldrei hvarflaði það að mér sem ungri konu að ég þyrfti að upplifa umræðu um gamalt fólk í líkingu við þá sem ég hef verið að fylgjast með undanfarnar vikur.  

En eins og ég sagði,  blandaðist efni þessarar bókar óheppilega mikið saman við fréttir líðandi stundar um hættuna sem stafar af gömlu fólki. Það er að setja þjóðina á hausinn (lífeyrisskuldbindingar lífeyrissjóða opinberra starfsmanna), það er varasamt í umferðinni og það er spurning um hvort svona rosknu fólki sé treystandi fyrir börnum. 

Nú held ég að upplifun mín á þessari bók sé engan veginn rétt, hún er nöpur ádeila á finnska pólitík, m.a. samskipti þeirra við Rússa og hún er skrifuð 1988. Reyndar þurfum við trúlega að rýna í samskipti okkar við Rússa en það er önnur saga. 

Ég hafði gaman af þessari bók.

Nú ætla ég, grínlaust, að snúa mér að Kínverjum og lesa bók efir Gao Xingjiang. Ég les hana í sænskri þýðingu Göran Malmquist og þar heitir hún Andarnas berg. Ég hef lesið hana áður og veit að hún er góð. Það er tryggast fyrir mig, sem er svona skeptisk á bækur, að vera búin að lesa bækur áður.

Ég veit að ég verð lengi að lesa hana.

Vonandi endist mér aldur og augu til þess.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað? Drap hún þá þessa ungu iðju- og auðnuleysingja með eitri? Hafði hún líka eitrað fyrir ofurstanum? Það er bezt að þú segir mér frá þessu svo að ég sleppi við að lesa bókina. laughing

Pétur D. (IP-tala skráð) 3.8.2015 kl. 23:34

2 identicon

Þetta er ein skemmtilegasta bók sem ég hef lesið. Og þú Pétur skalt endilega láta það eftir þér.Ég fylltist réttlætiskennd eftir að hafa lesið þessa bók.laughing

sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 06:09

3 identicon

Ég les aldrei þýddar skáldsögur, heldur aðeins á frummálinu. Og þar eð ég kann ekki finnsku, þá mun ég aldrei kynnast þessu dularfulla sakamáli. Hins vegar eru hliðstæð mál til í veruleikanum,  þar sem sk. "gold diggers" skilja eftir sig heila röð af vellauðugum eiginmönnum, sem hafa mjög hentuglega geispað golunni.  

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 12:57

4 identicon

En fyrst þú minntist á Rússa: Finnar hafa ekkert gott af Rússum að segja. Rússar átta sig ekki á því, að eina ástæðan fyrir því að nágrannaþjóðir/þjóðarbrot studdu nazistana í WW2 og þýzka keisarann í WW1 var að þetta fólk hafði svo slæma reynslu af Rússum, sbr. Úkraínumenn. Í þeirra augum var allt betra en Stalin, jafnvel Hitler. En það skal áréttað, að ábyrgðin á hörmungum Finna á 18. öldinni lá jafnmikið hjá Svíum og Rússum. Sami yfirgangurinn og frekjan hjá báðum. Á kaldastríðsárunum var viðskiptavild af hálfu Rússa skilyrt algjöru finnsku hlutleysi, þmt. ritskoðun í fjölmiðlum.

Ef síðan er farið mikið lengra aftur í tímann voru það Samar sem urðu fyrir barðinu á Finnum, sem smám saman hrakti þá norður á bóginn. Hvort Samar hafi svo barið á einhverjum í 1000-vatna landinu á steinöld er ekki vitað. En þetta gerist þegar mannkynssagan er skoðuð, það verður eins og að skræla lauk, allar þjóðir og þjóðflokkar hafa einhverntíma kúgað einhverja aðra.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.8.2015 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband