Á meðan ég lá fyrir dauðanum: William Faulkner

Á síðasta fundi bókaklúbbsins var tekin sameiginleg ákvörðun um að lesa rómaða þýðingu Rúnars Helga Vignissonar á bók Williams Faulkners. Ég held að ástæðan hafi verið sú að engin, ef nokkur, hafði lesið þennan höfund og úr því þurfti að bæta. Bókin heitir Á meðan ég lá fyrir dauðanum. 

Ég var sátt við þessa ákvörðun fyrir mitt leyti, gott ef ég hef ekki stungið upp á þessu sjálf og lagði inn pöntun í bókasafnið mitt. En það var greinilegt að það voru fleiri bókaklúbbar en okkar sem höfðu tekið sömu ákvörðun, því biðlistinn var langur.

Ég hafði lesið mér eitthvað til um væntanlegt viðfangsefni og dregið þá ályktun að við hefðum ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur svo þegar tilkynning kom um bókina missti ég út úr mér við bókavörðinn, si svona: Er þetta ekki hræðilega leiðinleg bók? Ég sá að spurningin kom flatt upp  hana (bæókavörðurinn var kona) og hún sagði jú eiginlega en ég er samt fegin að ég hafði mig í gegnum hana, því nú er ég mikið að hugsa um það sem gerðist. En það skýrist svo margt þegar ég las eftirmálann.

En ég tók náttúrlega ekkert mark á þessu og renndi mér í lesturinn út frá hugsuninni, sveitafólk skilur hvað annað.  Vissi að bókin var um bandarískt sveitafólk. En þannig var það aldeilis ekki, svona fólki hafði ég aldrei kynnst. Þvílíkt torf. Ég fór því að ráðum bókavarðarins og las eftirmálann. Og nú fór ýmislegt að skýrast. 

Bókin fjallar um fjölskyldu, húsmóðirin liggur fyrir dauðanum og deyr og það þarf að flytja líkið til greftrunar um langan veg því hún vill fá að hvíla hjá sínu fólki. Börnin hennar og eiginmaður fylgja henni öll til grafar. Það eru þau sem segja söguna ásamt fleira fólki, nágrönnum, presti, lækni og fleiri. Hin látna tekur einnig til máls. Sjónarhorn sögunnar breytist stöðugt og þótt að þetta sé óneitanlega torf, var það spennandi. Oft verður frásögnin myndræn svo ég sé, þó ég skilji ekki beinlínis. 

Ég skil sem sagt ekki þetta fólk, finnst það skrýtið, sem er allt í lagi þangað til maðurinn sem mér fannst þó einna eðlilegastur í hópnum er úrskurðaður geðveikur og settur á geðveikrahæli þá hætti mér að standa á sama. Svona fólk var ekki til í Breiðdalnum, þetta hlýtur að vera eitthvað bókmenntalegt. Ég efaðist meira að segja um að þýðingin væri góð sem ég hef engin efni á. Efinn hófst þegar stúlkan talaði um trýnið á kúnni. Ekki bara einu sinni heldur tvisvar.

Niðurstaða. Ég er ánægð að vera búin með þessa bók og þakklát bókaverðinum fyrir leiðsögnina. Þetta er örugglega bókmenntalegt verk og lært því ég skil það ekki með minni venjulegu sveitakonunálgun. En mig langar ekkert til að kynna mér það betur því ég held að þetta sé ekki bók fyrir mig. Mig langar heldur ekkert til að lesa annað eftir þennan höfund. Þetta er þó allt sagt með fyrirvara því það er eins líklegt að ég breyti um skoðun þegar ég hef rætt við stöllur mínar í bókaklúbbnum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 92
  • Frá upphafi: 187290

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband