Ég vildi að ég þekkti einhvern á Lynghaga

070Ég vildi að ég þekkti einhvern á Lynghaga þá gæti ég þakkað honum fyrir hvað fólkið á Lynghaga gerðu mikið fyrir mig í dag þegar ég var að hlaupa götuna hans í hálfmaraþoninu. Það var dásamlegt. Nákvæmlega það sem ég þurfti í undirbúningi þess sem koma skyldi. Ég er nokkuð viss að fleiri en mér er þakklæti í huga. Það streymdi til okkar gleði og kraftur.

Reyndar langar mig að þakka öllum sem voru á hliðarlínunni og hvöttu, ég vissi það ekki fyrir að hvað það gefur mikið að fá slíkar kveðjur. Mér fannst líka gaman að hlaupa fram hjá skemmtistöðvunum, þær voru skemmtilegar.

Leiðinlegasti og um leið erfiðasti kafli hlaupsins var krókurinn niður að Sundahöfn og inn að Kleppi. Þar var ekki nokkur lifandi sála á hliðarlínunni og vöruhótelin ótrúlega ljót og óspennandi. Af hverju kalla menn þetta HÓTEL en ekki vörugeymslur eða lagera? Ég þráði svo að það væri þarna einhver skemmtistöð. Reyndar var allra fyrsti spottinn af þessum krók ánægjulegur því lyktin af kerflinum var svo góð, nokkurs konar anísylmur. Maður er svo lyktnæmur þegar maður hleypur.

Svo ég dragi saman hvað ég er að segja. Ég vildi að allar götur væru eins og Lynghaga þegar ég er að hlaupa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Bergþóra, mēr līkar þetta viðhorf: kemst þótt hægt fari. Ætti ég að verða þér samferða að àri?

Anna Kristín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2013 kl. 19:49

2 identicon

Ég verð víst að biðja fólkið á Lynghaga afsökunar, því það var Lynghagi sem við hlupum en ekki Starhagi. En ég er næsta viss um að Starhagafólkið hefði líka tekið velá móti okkur.

Ég gerði sem sagt mistök en mistök eru til að læra af og gleyma síðan. Af þessu lærði ég að maður þarf að vanda sig og vera nákvæmur þegar það á við

Bergþóra Gísladóttir (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 187291

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband