Stórmerkilegt rit um hænsnarækt frá 1915

HænaFyrir tilviljun barst mér upp í hendurnar stórmerkilegt rit um hænsnarækt frá 1915 eftir Einar Helgason. ég las það af stakri ánægju enda hef ég alltaf verið áhugamanneskja um hænsnarækt enda alin upp við að bera virðingu fyrir hænum rétt eins og öðrum dýrum sem þjóna manninum. Mín heimsmynd var á þessum tíma, nokkur veginn þessi; Maðurinn ber sömu ábyrgð á húsdýrunum og Guð ber á mönnunum, hann á að vera þeim góður og sjá til þess að líf þeirra verði hamingjuríkt.

M.a þess vegna var þessi bók er gersemi fyrir mig. Hún segir frá:

Kynflokkum hænsna

Uppeldi

Hirðingu

Undir þetta fellur flest það sem máli skiptir í hænsnarækt. Strax í upphafi ritsins kemur fram "að bændur vilja engin hænsn hafa og höfðu allt á hornum sér á móti þeim; en venjulega er hér öðru máli að gegna um konurnar. Víða halda þær hlífiskildi fyrir hænsnunum." Um aðbúnaðinn segir þetta: "Hænsnin þurfa að hafa rúmgóða, bjarta og þurra bústaði; hlýinda þarfnast þau líka, allra helst á nóttinni:" Og síðar segir:" Hænsnin eru þrifin að náttúrufari, Þau langar til að halda sér hreinum." Og áfram segir um eðli hænsnfugla: Hænsnin eru einstaklega reglusöm að náttúrufari; en auðvitað er hægt að níða úr þeim þann  eiginleika." Og síðar segir:"Eftirtektarsamur maður á að geta séð það á hænsnum hvernig þeim líður." Og enn: Mönnum ætti að vera það fullljóst, að þeir sem halda hænsni, hafa sömu skyldur við þau eins og við aðrar skepnur, sem þeir hafa undir höndum, þær, að reyna að láta þeim líða vel."

Mér fannst það einstakt happ að fá þessa bók upp í hendurnar núna þegar svo mikil umræða er um aðbúnað dýra og þó sérstaklega þeirra sem eru sett inn í nokkurs konar verksmiðjuumhverfi. Hvað eigum við að gera og hvað getum við gert? Þar að auki rifjuðust upp gamlar minningar frá því ég var barn, allt stemmir. Konur sáu um hænurnar, karlar fyrirlitu þær en tóku samt eggjunum fagnandi. Hænur voru persónuleikar og þeir sem um þær hirtu þekktu þær og skildu þarfir þeirra. Sumar hænur voru hreint og beint skemmtilegar með sínar sérviskur. Í gamla daga, þegar ég var ung var það ekki til siðs að borða hænsnakjöt en mamma mín sem hafði verið í vist sunnanlands matreiddi þær og okkur fannst kjötið gott en við lærðum fljótlega að það var ekki okkur til framdráttar að ræða um hænsnakjötsátið á öðum bæjum. En mikið var unghanakjöt gott, ég man það enn.

Kveikjan að þessari grein voru feisbókarskrif ágætrar vinkonu Ólafar Erlu, þeim laust saman við lestur minn á þessu sérstaka kveri um hænsnarækt. Og nú spyr ég enn og aftur: HVAÐ GETUM VIÐ GERT TIL AÐ STUÐLA AÐ MANNÚÐLEGRI MEÐFERÐ Á DÝRUM?

Það er reyndar fjölmargt fleira áhugavert í þessari litlu bók sem gaman er að gaumgæfa, stundum, allt of oft, hugsa ég að hin svokallaða framþróun er afturför.

Skoðið þetta

http://www.filmsforaction.org/watch/without_saying_a_word_this_6_minute_short_film_will_make_you_speechless/#.Ug3yOpi-8ta.facebook

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 189024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband