Land míns föður; stórbrotin þýsk saga

220px-Wibke_Bruhns_001bruhnsLands míns föður, landið mitt, laugað bláum straumi, kvað Hulda og hjá mér kvikna hlýjar hugsanir í hvert sinn sem ég heyri þessar fallegu línur. MEINES VATERS LAND: Saga þýskrar fjölskyldur, skrifar Wibke Bruhns. Þetta er bók um land föður hennar, fjölskyldu hennar, full af ólýsanlegum hörmungum og voðaverkum.

Það er búið að taka tímann sinn fyrir mig að lesa þessa bók en hún er svo sannarlega þess virði. Í henni reynir blaða- og sjónvarpskonan Wibke Bruhns að kynnast föður sem hún þekkti í raun aldrei, því þegar hún fæddist 1938 var hann á kafi í að sinna verkefnum fyrir föðurlandið og oftast fjarverandi. Þegar hann dó, var tekinn af lífi, var hún ekki orðin sex ára. Hann og tengdasonur hans voru ásamt 3 öðrum  líflátnir vegna misheppnaðs tilræðis við Hitler (20. júlí samsærið). Eftir það var stöðug þöggun í gangi um þennan mann, fyrst vegna svika hans við landið og eftir fall Þýskalands vegna alls þess sem hann var þátttakandi í áður en hann sveik.

Wibke tekur ákvörðun um að nálgast þennan föður þegar hún verður fyrir því óviðbúin að horfa á mynd frá aftöku hans og með rannsóknarvinnu blaðamanns vinnur hún sig í gegn um skjöl hans og ættar sinnar Klamrothanna í Halberstadt sem voru voldugir kaupsýslumenn og iðnjöfrar. Bæði faðir hennar og afi tengdust einnig hernum og börðust báðir í fyrri heimstyrjöldinni. Um leið og hún vinnur sig í gegn um skjöl Klamroth ættarinnar kynnist hún einnig móður sinni upp á nýtt, hinnar sterku og úrræðagóðu danskættuðu Else.

Þetta er merkileg lesning. Lesandinn fær þarna í einum pakka sögu Þýskalands allt frá því það var keisaradæmi, atburðarás tveggja styrjalda og hina undarlegu sögu millistríðsáranna sem í raun voru svo stutt. Um leið og höfundurinn rekur sögu fjölskyldu sinnar reynir hún að greina afstöðu þeirra og/eða þátttöku í voðaverkum stríðsins. Hvað vissu þau? Hvað eftir annað talar hún um hvað hana langar að þau hafi ekki verið þátttakendur og að þau hafi ekki raun gert sér grein fyrir voðaverkum nasista. En gagnrýnin athugun blaðamannsins leiðir annað í ljós. Þau hljóta að hafa vitað, foreldrar hennar og systur voru vel upplýst fólk með aðgang að fréttum innanlands og utan. Wibke lætur sögunni ljúka við aftöku föður síns og mágs og þá eftirmála sem urðu.

Þetta er hrífandi saga. Wibke hefur eignast föður, hann er e.t.v. ekki sá faðir sem hún þráði en hún ákveður að hafa samúð með honum, þrátt fyrir allt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 187221

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband