Fljótlesin

0_ShafferMaryAnn1              a_aguernsey_0804 

Bókin Bókmennta- og kartöflubökufélagið er fljótlesin, spennandi, fróðleg en dálítið þreytandi. Hún fjallar um sögu sem fáir þekkja og ég ekki neitt, þ.e. um lífið á Guernsey á stríðsárunum. Sagan sem er skáldsaga, sögð með fjölda bréfa og skilaboða á milli fólks. Annars vegar fólks úr bókmennta- og útgefandaheimi Lundúna og hins vegar fólkinu á Guernsey. Rithöfundur sem er að horfa í kringum sig eftir efni dregst inn í atburðarás sem ómögulegt er að sjá fyrir. Hún hefst með því að einn eyjaskeggja skrifar skáldkonunni vegna þess að hann hefur af tilviljum eignast bók sem verið hefur í hennar eigu og nafn hennar og heimilisfang er skrifað á saurblaðið. Hann langar að fræðast um Charles Lamb. Í bréfinu nefnir hann Bókmennta- og kartöflubökufélagiðog forvitni skáldkonunnar er vakin. Af þessu spretta bréfaskipti og það opnar augu skáldkonunnar fyrir því að á Guernsey veröld sem hún þekkir ekkert og þar hafa farið fram atburðir sem hún veit afar lítið eða næstum ekkert um. Hinn þráðurinn sem sagan er spunnin úr er ástarsaga. Sígilt.

Ég var eins og skáldkonan í sögunni ég vissi afar lítið um Guernsey en vissu þó að um hana giltu og gilda kannski enn sértök lög og hún var strax í upphafi heimsstyrjaldarinnar hernumin af Þjóðverjum. En ég vissi ekkert um hvernig fólkinu þar leið eða hvernig þeir reyndu að bjarga sér frá degi til dags. Það var skortur á öllum lífsnauðsynjum og það var fátt uppbyggilegt sem fólk gat tekið sér fyrir hendur til að bæta andlega líðan sína. Þannig hófst starfsemi Bókmennta- og kartöflubökufélagsins en það gerðist þó fyrir tilviljun.

Ég las bókina af því ég var forvitin eins og skáldkonan og ég varð margs fróðari. Ég trúi því þótt ég viti það ekki, að bókin sé sögulega rétt og mér finnst fjallað um stríðið af kunnáttu og skynsemi.

Ég las þessa bók af því vinkona mín kom með hana og sagði "Ég veit ekki hvort þér finnst hún góð en þú mátt til með að lesa hana. Ég fékk hana á bókasafninu og ég held að það verði nógur tími. Ég var a.m.k. fljót með hana" En svona er hún vinkona mín sem er stöðugt að  bera í mig bækur. Og nú  er maðurinn minn búinn með bókina og ég lauk henni í gærkvöld. Ég flýtti mér, því ég vildi komast hjá því að mín góða vinkona fengi sekt. Mikið er ég áhrifagjörn. En það er í lagi ef maður velur sér góðar fyrirmyndir.

Lokaorð: Mér finnst þetta ekki sérstaklega góð bók en hún er eins og ég sagði í upphafi, fljótlesin fróðleg og spennandi.

Bókin er eftir Marry Ann Shaffer og Annie Barrows. Það var Mary Ann sem hóf að skrifa þessa bók en hún lést 2008 og þá tók frænka, Annie Barrow hennar við og lauk henni (sama ár). Þýðandi bókarinnar er Ingunn Ásdísardóttir. Hún er á góðu og lipru máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 187424

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband