Vinkona mín Anika Bengtzon: Járnblóð: Liza Marklund

image

Ef maður á góðan vin verður maður að rækta vinskapinn, ef maður sofnar á verðinum, það fæðast ný börn, það er jafnvel kominn nýr eiginmaður til sögunnar og sá fyrrverandi hefur breytt um karakter ef ekki eitthvað enn verra. 

Þessar hugsanir kviknuðu þegat ég las nýjústu bók Lizu Marklund en ég hafði vanrækt um nokkurt skeið, misst úr a.m.k. tvær bækur þegar ég reyndi að skera niður glæpasagnalesturinn í heild sinni, sem aldrei skyldi verið hafa. 

Í bókinni Járnblóð virðist blaðakonan vera komin í trygga höfn, hún er komin með traustan eiginmann og börnin hans tvö orðin hluti af fjölskyldunni. Það er komið jafnvægi áeftir rót skilnaðar, sem ég hef misst af vegna þess að ég vanrækti þennan vin út af einhverjum dintim hjá sjálfri mér. En Anika finnur til nagandi óöryggis og köfnunartilfinningar. Hún brýtur odaf oflæti sínu og leitar ísér hjálpar, fer í viðtöl til sælftæðings. Nú, eins og alltaf, heyir hún baráttu á mörgum vígstöðvum. Hún grefur í fortíð sinni, til að komast fyrir rót eigin vanda. Það á að fara að leggja niður blaðið sem hún hefur unnið hjá til fjölda ára. Auk þessa hún hefur áhyggjur af systur sinni sem er týnd.  Auðvitað dregst hún inn í miðbik gamals glæpamáls, sem tekur sig upp að nýju. Það er eins gott að það er allt í lagi á heimavígstöðunum. 

Þetta er framúrskarandi bók, spennuþrungun glæpasaga eins og alltaf hjá Liszu, en nú bætist  við einkar vel gert uppgjör hennar sjáfrar við sína eigin fortíðog framúrskarandi umfjöllun um vanda blaðamanna á túmum hraðra breytinga. Það ættu allir fréttamenn að lesa þessa bók.

Það eina sem mér finnst neikvætt hjá vinkonu minni Lizu Marklund, er hvað hún lætr glæpina vera sóðalega, það hálfa væri nóg. Til að réttlæta þetta í huganum, fer ég að hugsa um Íslendingasögurnar. En það hjálpar lítið. Vígin, morðin og limlestirngarnar taka oftast fljótt af. Ég man í augnabkijinu einungis eftir einni pyntingarsenu, hún er í Hrafnkelssögu, þegar Sámur hengdi Hrafnkek og menn hann upp á löppunum mep því að stingaí gegnum hásynarnar þetta og hengja þá upp. En sjálfsagt eru þær fleiri. Morðin á berserkjunum voru nú ansi sóðaleg. 

Þetta verður síðasta bókin um Aniku Bengtzon, þær eru orðnar 11 með þessari, held ég. En ég er ákveðin að fylla í skarðið sem kom þegar ég var í glæpasagnabindindi. Ég hlakka til að lesa bælurnar sem mig vantar inn í.

Myndin tengist ekki efninu en er af sænsku vorblómi 

 

 

 


Bloggfærslur 29. apríl 2016

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 187198

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband