Er fótbolti hættulegur?

Ég held að þjóðin hafi horft of mikið á fótbolta. Ekki kann ég neina aðra skýringu á því að fólk tapar ser í að draga líkingar úr heimi fótboltans inn í umræðu um stjórnmál og lýðræði. Ef fótboltalið  stendur sig illa er þjálfaranum sagt upp og ef flokkur stendur illa í skoðanakönnun er eina ráðið að segja upp formanninum. 

Frá mínum bæjardyrum séð leiðir þessi líking villur vega.

Fótbolti fylgir sýnum lögmálum, reglum og ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að þær séu ólíkar þeim reglum sem við höfum sett okkur um lýðræðislega pólitík. Á fótboltavellinum keppast liðin um að vinna boltann til að skora mörk. Óháður dómari gætir þess að farið sé að reglum. 

Í pólitík velur þjóðin sér lið á fjögurra ára fresti til að vera með marga bolta á lofti. Þetta lið fær síðan að vera eitt inn á vellinum og skora eins mörg mörk og það hefur getu til. Því fleiri því betra. Eða hvað? Það er enginn utanaðkomandi dómari, nema ef til vill þjóðin sjálf í kosningum. Stjórnarandstaðan er ekki til að koma í veg fyrir markaskorun. Í því liggur villan sem þessi líking leiðir til. 

En samlíkingar ganga nú oftast ekki upp.

Ég veit að ég er hér að hættusvæði. Ríki karlmannanna í sófunum þar sem þeim líður svo undur- vel. Enda eru það fyrst og fremst þeir sem fá að stýra umræðunni þegar kemur að því lýsa og draga ályktanir af því sem er að gerast á stjórnmálavellinum. 

Stjórnmál snúast um markmið en ekki markaskorun.

 


Bloggfærslur 5. september 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 187270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband