Er þjóðkirkjan verktaki?

image

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég pistil sem átti fyrst að fjalla um umburðarlyndi.  En varð að hugleiðingu um hvar markalínan liggur milli þess sem á að umbera og þess sem á ekki að líða neinum.

Að mínu mati liggja mörkin þar sem hegðun eins meiðir eða særir annan eða aðra. Mig langaði í raun til þess að ég gæti sagt að við ættum að sýna Þjóðkirkjunni umburðarlyndi varðandi hegðun presta, sem neita að gefa saman fólk af sama kyni. En eftir að hafa hugsað málið betur, sá ég að þetta átti ekki að umbera, því með því særðu þeir tilfinningar þeirra sem til þeirra leituðu og fjölda annarra. Þeim ætti ekki að líðast þetta. 

Þar sem ég er trúleysingi lít ég þannig á þetta mál að Þjóðkirkjan sé nokkurs konar verktaki hjá ríkinu, sem hefur tekið að sér að sjá um margs konar þjónust fyrir ríkið og eitt af því sé að gefa fólk saman í hjónaband. Ef ekki er staðið við slíkan samning, þýðir það í verktakasamningum rof á samningi, held ég. Oftast leiðir þó slíkt rof til að leitað er lausna. Reyndar finnst mér ekki rétt að skoða höfnun prestanna á að gefa fólk saman eina og sér, heldur hitt að þarna gera þeir upp á milli sóknarbarna sinna, blessun þeirra nær ekki til allra. Hvað gerist þegar kemur því að veita sálusorgun?

Mér finnst þetta vera leiðindamál. Þótt ég sé trúleysingi þekki ég fjölda fólks sem er trúað og er annt um kirkjuna. Mér sýnist að kirkjan sé að grafa sér sína eigin gröf. Það er alvarlegt mál miðað við alla þá ábyrgð sem henni er ætlað að hafa.

Engir hafa meiri áhuga á að ræða kirkjuleg málefnien trúleysingjar. Ég er þar í góðum félagsskap. Enda ekki sveitungi Helga Hósessonar fyrir ekki neitt. 

Myndin er af Marteini Lúther, tekin úr prógrammi Berliner Dom, sem lá þar frammi í fyrra.


Bloggfærslur 30. september 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband