Sunnudagshugleiðing trúleysingja

Ég man eftir umræðu frá því að ég var barn, um fólk sem var"svo sem ágætis fólk en það borðaði ekki slátur". Mér fannst þetta skrítið. Ekki man ég af hverju þetta barst í tal. Síðar þegar ég var 12 ára gömul, kynntist ég stelpu sem tilheyrði þessu "skrítna fólki", sem ekki borðaði slátur. Við, ég og hún, vorum saman á sundnámskeiði á Fáskrúðsfirði. Í tvær vikur var hún besta vinkona mín. Ég vissi hverra manna hún var en slátur barst aldrei í tal á milli okkar. Mér fannst hún ekkert skrítin og saknaði hennar þegar námskeiðið var á enda. Við vorum úr sitt hvoru byggðarlaginu. Á þessum tíma var samfélagið á Íslandi enn einsleitara en það er nú. 

Síðar (í menntaskóla) voru nemendur með mér í skóla, sem mættu ekki í skólann á laugardögum. Þetta þótti okkur sérviskulegt. Nú er hætt að kenna á laugardögum og það er reyndar ekkert tiltökumál lengur að nemendur sleppi skóla dag og dag. Tímarnir breytast. En eitt hefur þó ekki breyst. Við erum enn jafn óörugg gagnvart trúarsetningum fólks, þ.e.a.s. þegar þær stinga í stúf við okkar eigin.

Ástæðan fyrir því að ég fór að grufla í þessu, er afstaða presta sem vilja ekki gifta samkynhneigt fólk. Þeir túlka trúarbrögð sín á þann veg að samkynheigð sé synd. Það er þeirra trúarsetning. Þetta var í mínum huga fyrst svipað "vandamál" og að sumt fólk borðar ekki slátur, eða svínakjöt.  

Mér finnst, eins og flestum, að við eigum að sýna fólki með siðvenjum ólíkum  okkar umburðarlyndi, svo fremi sem það er ekki að troða á réLttindum annarra. Í fljótu bragði fannst mér að þetta gilti um höfnun prestanna. Þetta væri léttvægt, prestarnir ættu einfaldlega að leysa málið og fá staðgengil.

Þetta var minn misskilningur. Málið er ekki léttvægt. Þarna eru á ferðinni átök innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan (hún heitir svo) er ekki búin að gera upp við sig í hvorn fótinn hún á að stíga í mannréttindamálum. Ætti ekki biskup sem höfuð kirkjunnar að láta til sín taka? Í mínum huga væri það nær lagi en að setja lög. Það er ekki hægt að setja lög um samvisku fólks. 

Það skýtur skökku við að ég, guðleysinginn, skuli vera að velta þessu fyrir mér. En ég tilheyri nú þessari þjóð þó ég sé utan Þjóðlirkju. Ég leitast við að láta samvisku mína styðjast við sannfæringu. Það verða trúleysingjar að gera og mér finnst það eðlilegt. Margir halda því fram að trú og sannfæring sé eitt og hið sama.  Ég er því ósammála og gruna hvern þann, sem slíkt segir um hugsanaleti. Í báðum tilvikum, hver svo sem rökstuðningurinn er, er samviskan stjórntæki einstaklingsins. Það sem allt ræðst af. Trúað fólk syndgar, við trúleysingjar gerum mistök. 

Höfnun prestanna á að vinna embættisverk sín er alvarlegt mál, ef þeir hafa með því sært tilfinningar fólks sem til þeirra leitar.  Það ætti að vera á ábyrgð yfirmanns þeirra að bregðast við því.

Þetta mál snýst ekki um svínakjöt, búrkur, slátur eða um tímasetningu hvíldardagsins. 

Þetta er mannréttindamál svo lengi sem rétturinn til að gifta er í höndum trúfélaga og lífsskoðunarhópa. 

Giftum okkur hjá dómara. Ég hef aldrei heyrt um að samviskan veltist fyrir þeim. 

 


Bloggfærslur 27. september 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband