Deilihagkerfið: Orðrýni

Þú færð enga kvittun sagði maðurinn við mig, þegar ég reiddi fram mánaðarleiguna fyrir herbergið mitt. Ég var lengi að skilja hvað maðurinn var að meina. Þetta var fyrsta herbergið sem ég leigði á námsárum mínum. Það er langt síðan. Heil mánaðarleiga voru miklir peningar fyrir mig og ég vildi reyna að halda utan um hýruna mína frá sumarvinnunni. Áður hafði ég búið á heimavistun og þar fékk ég ævinlega kvittun. Þegar ég skildi að hann var að svindla og ég skammaðist mín fyrir hans hönd.  Þetta var kennari minn og ég hlustaði ekki á fyrirlestra hans með sama hugarfari eftir þetta.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér í morgun þegar ég las fyrirsögn um Deilihagkerfi. Ég fór að velta fyrir mér merkingu orðsins. Það gefur einhvern veginn í skyn að það sem er verið að gera sé gott. Fólk sem á verðmæti, deilir með ser. Og með því að kalla verknaðinn Deilihagkerfi, finnst mér verið að gefa í skyn að þetta sé betra en hagkerfið sem við búum við.

Og hugurinn heldur áfram að spinna. Er fólk alveg búið að gleyma að því að það er einmitt það sem hagkerfið sem við búum við gerir. Það tekur til sín peninga og nýtir þá síðan ýmist til að reka það sem er hagkvæmt fyrir heildina og til að jafna aðstöðu fólks. 

Það er reyndar ekker skrýtið að það gleymist því þetta þykir í raun svo sjálfsagt að það er einungis  rætt um mistök eða það sem er ekki gert. Við þetta bætist að heilu stjórnmála- hreyfingarnar hafa það fyrir trúarbrögð að það þurfi að draga eins og mögulegt sé, úr ríkisrekstri. 

En aftur að hinu svokallaða deilihagkerfi. Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt, nema það sem snýr að samskipatækninni. Netið auðveldar fólki að koma sér á framfæri og því sem það hefur upp á að bjóða. Það er gott en um leið kallar það á aðlögun innan kerfisins svo allir sitji við sama borð. 

Lokaorð.

Ég er ekki á móti því að fólk leitist við að nýta eignir sínar sem best en ég tortryggi rómantíkina sem er verið að búa til í kring um það með orðalagi sem lætur að þvi liggja að viðkomandi sé að deila með sér. 

Mér er annt um það sem hefur áunnist og er hrædd um velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið og og annað sem alþýðan hefur barist fyrir. En til þess þarf skattheimtu og hún verður léttari ef allir borga sitt. Þá getum við öðlast raunverulegt Deilihagkerfi.

Nú eru að verða þrjú ár síðan ég greindist með erfiðan augnsjúkdóm. Síðan þá hef ég notið þjónustu Augndeildar Landspítalans. Ef hennar hefði ekki notið við, væri ég líklega blind núna. Sama á við um hóp fólks, sem nýtir sér þessa góðu þjónustu. Það er svo margt gott að gerast í heilbrigðiskerfinu og svo lítið talað um það. Þetta síðasta er kannski dramatískt og allt of persónulegt. En þannig kemur velferðarkerfið stundum inn í líf okkar.

 


Bloggfærslur 28. ágúst 2015

Um bloggið

Bergþóra Gísladóttir

Höfundur

Bergþóra Gísladóttir
Bergþóra Gísladóttir
Ekki bráðung og hef komið víða við því ég er frekar dýr en planta.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • C9EB8261-F520-405B-9694-8235B40EF253
  • 290974CD-97E2-455E-9941-73B0F9997E6B
  • 800D7FD8-F6ED-4EB2-B141-653DA0360FE6
  • EA321379-6F18-48B5-A676-355C7607B59A
  • 0741CFBA-0D8F-4AA6-8F32-6676B4769C1E

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 187242

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband